Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Mynd / Vefsíða Sveitarfélags Skagafjarðar
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Forsvarsmenn Kaupfélagsins afhentu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu þess efnis nýverið. Peningarnir eru hugsaðir sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði með það að markmiði að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.

Með þessu meðal annars vill Kaupfélag Skagfirðinga undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sagði við athöfnina að hann væri afar þakklátur fyrir það rausnarlega framlag sem Kaupfélag Skagfirðinga legði til uppbyggingar samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Slíkur stuðningur væri ekki sjálfsagður en sýndi vel afstöðu kaupfélagsins til uppbyggingar samfélagsins og virkrar þátttöku atvinnulífsins í sínu nærumhverfi. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...