Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Mynd / Vefsíða Sveitarfélags Skagafjarðar
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Forsvarsmenn Kaupfélagsins afhentu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu þess efnis nýverið. Peningarnir eru hugsaðir sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði með það að markmiði að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.

Með þessu meðal annars vill Kaupfélag Skagfirðinga undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sagði við athöfnina að hann væri afar þakklátur fyrir það rausnarlega framlag sem Kaupfélag Skagfirðinga legði til uppbyggingar samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Slíkur stuðningur væri ekki sjálfsagður en sýndi vel afstöðu kaupfélagsins til uppbyggingar samfélagsins og virkrar þátttöku atvinnulífsins í sínu nærumhverfi. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...