Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. október 2023

Lagfærðu kláfferju frá 1898

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Feðgarnir Páll Björgvin Guðmundsson og Guðmundur Magnússon frá Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra hafa lagfært kláfferjuna á Emstrum en ástand hennar var orðið nokkuð bágborið.

Sveitarfélagið veitti styrk til kaupa á efni við lagfæringarnar en vinnuframlagið var þeirra framlag til þess að viðhalda þessari merkilegu sögu, sem er að baki kláfferjunni á Emstrum.

Merkileg heimild um elju

Sögu kláfferjunnar við Markarfljót á Emstrum má rekja allt aftur til ársins 1898 og er hún merkileg heimild um elju og dugnað bænda í Hvolhreppi við að koma ám sínum í beit á afrétt sinn á Emstrum, fjarri heimahögum.

Sennilega hefur kveikjan á þörf á kláfferjunni verið hörmulegt slys er tveir ungir menn úr Hvolhreppi létust 1879 við að ferja fé yfir Markar- fljótið inn á Emstrur. Því er saga ferjunnar stórmerkileg, ekki bara í sögulegu tilliti heldur líka út frá menningarlegu sjónarmiði.

Líklega hefur kláfferjan ekki verið notuð frá því að Markarfljótsbrúin var vígð árið 1978. Síðan þá hefur hún staðið, veðruð og skemmd, á tveimur steinum neðan Emstruskálans, rétt ofan við gömlu kláfsstrengina yfir fljótið.

Uppgerða kláfferjan og söguskiltið, sem feðgarnir eiga heiðurinn af.

Sögustiklum gerð skil

Næsta sumar verður kláfferjunni aftur komið fyrir á steininum ofan Markarfljóts og sögustiklum gerð skil á skilti við kláfferjuna.

„Munum við með einhverjum hætti koma því merkilega efni og samantekt á framfæri samhliða því að kláfferjunni verður skilað á sinn stað,“ segir Páll Björgvin stoltur af verki þeirra feðga, sem hann má svo sannarlega vera.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...