Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. október 2023

Lagfærðu kláfferju frá 1898

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Feðgarnir Páll Björgvin Guðmundsson og Guðmundur Magnússon frá Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra hafa lagfært kláfferjuna á Emstrum en ástand hennar var orðið nokkuð bágborið.

Sveitarfélagið veitti styrk til kaupa á efni við lagfæringarnar en vinnuframlagið var þeirra framlag til þess að viðhalda þessari merkilegu sögu, sem er að baki kláfferjunni á Emstrum.

Merkileg heimild um elju

Sögu kláfferjunnar við Markarfljót á Emstrum má rekja allt aftur til ársins 1898 og er hún merkileg heimild um elju og dugnað bænda í Hvolhreppi við að koma ám sínum í beit á afrétt sinn á Emstrum, fjarri heimahögum.

Sennilega hefur kveikjan á þörf á kláfferjunni verið hörmulegt slys er tveir ungir menn úr Hvolhreppi létust 1879 við að ferja fé yfir Markar- fljótið inn á Emstrur. Því er saga ferjunnar stórmerkileg, ekki bara í sögulegu tilliti heldur líka út frá menningarlegu sjónarmiði.

Líklega hefur kláfferjan ekki verið notuð frá því að Markarfljótsbrúin var vígð árið 1978. Síðan þá hefur hún staðið, veðruð og skemmd, á tveimur steinum neðan Emstruskálans, rétt ofan við gömlu kláfsstrengina yfir fljótið.

Uppgerða kláfferjan og söguskiltið, sem feðgarnir eiga heiðurinn af.

Sögustiklum gerð skil

Næsta sumar verður kláfferjunni aftur komið fyrir á steininum ofan Markarfljóts og sögustiklum gerð skil á skilti við kláfferjuna.

„Munum við með einhverjum hætti koma því merkilega efni og samantekt á framfæri samhliða því að kláfferjunni verður skilað á sinn stað,“ segir Páll Björgvin stoltur af verki þeirra feðga, sem hann má svo sannarlega vera.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...