Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Laufa í Flatey mjólkaði mest
Fréttir 27. janúar 2015

Laufa í Flatey mjólkaði mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúunum árið 2014 var Laufa 1089 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, undan Fróða 96028, en hún mjólkaði 13.121 kg með 3,33% fitu og 3,19% prótein.

Alls skiluðu 22 kýr afurðum yfir 11.000 kg. sjö yfir 12.000 kg og þar af ein, Laufa, yfir 13.000 kg. Árið 2013 náðu átta kýr nyt yfir 11.000 kg.

Laufa er fædd í Einholti í Hornafirði þar sem hún mjólkaði vel fram á sitt annað mjólkurskeið. Burðartími Laufu féll vel að almanaksárinu en hún bar sínum áttunda kálfi 19. des. 2013. Laufa er gríðarmikil mjólkurkýr, fór hæst í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 68.997 kg. um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 12. maí 2006, þá þá rétt ríflega tveggja ára.

Önnur í röðinni árið 2014 var Stytta 336 á Kotlaugum í Hrunamannahreppi, undan Öðlingi 03002 en hún mjólkaði 12.700 kg. með 4,19% fitu og 3,40% prótein.

Þriðja nythæsta kýrin var Drottning 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði, undan Fonti 98027, en nyt hennar á árinu var 12.567 kg. með 4,69% fitu og 3,30% prótein.

Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði, dóttir Þrasa 98052 en hún mjólkaði 12.261 kg. með 4,06% fitu og 3,29% prótein.

Fimmta í röðinni var Ausa 306 í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði, undan Þverteini 97032, en hún skilaði 12.198 kg á árinu með 3,50% fitu og 3,15% prótein.

Skylt efni: afurðir | Mjólk | Kýr

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...