Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Laufa í Flatey mjólkaði mest
Fréttir 27. janúar 2015

Laufa í Flatey mjólkaði mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúunum árið 2014 var Laufa 1089 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, undan Fróða 96028, en hún mjólkaði 13.121 kg með 3,33% fitu og 3,19% prótein.

Alls skiluðu 22 kýr afurðum yfir 11.000 kg. sjö yfir 12.000 kg og þar af ein, Laufa, yfir 13.000 kg. Árið 2013 náðu átta kýr nyt yfir 11.000 kg.

Laufa er fædd í Einholti í Hornafirði þar sem hún mjólkaði vel fram á sitt annað mjólkurskeið. Burðartími Laufu féll vel að almanaksárinu en hún bar sínum áttunda kálfi 19. des. 2013. Laufa er gríðarmikil mjólkurkýr, fór hæst í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 68.997 kg. um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 12. maí 2006, þá þá rétt ríflega tveggja ára.

Önnur í röðinni árið 2014 var Stytta 336 á Kotlaugum í Hrunamannahreppi, undan Öðlingi 03002 en hún mjólkaði 12.700 kg. með 4,19% fitu og 3,40% prótein.

Þriðja nythæsta kýrin var Drottning 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði, undan Fonti 98027, en nyt hennar á árinu var 12.567 kg. með 4,69% fitu og 3,30% prótein.

Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði, dóttir Þrasa 98052 en hún mjólkaði 12.261 kg. með 4,06% fitu og 3,29% prótein.

Fimmta í röðinni var Ausa 306 í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði, undan Þverteini 97032, en hún skilaði 12.198 kg á árinu með 3,50% fitu og 3,15% prótein.

Skylt efni: afurðir | Mjólk | Kýr

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...