Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Mynd / Magnús Karel
Fréttir 8. janúar 2018

Laugabúð 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Því var fagnað 4. desember sl. að þá voru 100 ár liðin frá því að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka. Hann rak  verslun sína í 76 ár, eða  frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. 
 
Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags, eða í 74 ár. 
 
„Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði,“ segir Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka sem rekur nú verslunina sem ferðamannaverslun  yfir sumartímann.  Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr. 

Skylt efni: verslun

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...