Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Mynd / Magnús Karel
Fréttir 8. janúar 2018

Laugabúð 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Því var fagnað 4. desember sl. að þá voru 100 ár liðin frá því að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka. Hann rak  verslun sína í 76 ár, eða  frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. 
 
Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags, eða í 74 ár. 
 
„Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði,“ segir Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka sem rekur nú verslunina sem ferðamannaverslun  yfir sumartímann.  Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr. 

Skylt efni: verslun

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...