Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Um 100 þúsund gestir koma í Vök á hverju ári, þar af um 60% erlendir gestir. Baðlónið er staðsett við Urriðavatn sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Um 100 þúsund gestir koma í Vök á hverju ári, þar af um 60% erlendir gestir. Baðlónið er staðsett við Urriðavatn sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 16. janúar 2024

Leggur línurnar fyrir ferðamannasumarið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristín Dröfn Halldórsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá baðlaugunum VÖK Baths.

Kristín Dröfn Halldórsdóttir.

Kristín Dröfn er fædd og uppalin á Austurlandi og hefur mikla reynslu af ferðaþjónustu. Hún starfaði til dæmis um langt skeið hjá Icelandair Hotels við fjölbreytt störf. Síðustu tvö ár hefur Kristín starfað hjá LS Retail, sem hluti af alþjóðlegu söluteymi í Evrópu með hugbúnaðarlausnir fyrir hótel, heilsulindir og veitingastaði.

„Ég er mjög spennt fyrir starfinu og ánægjulegt að komast aftur í tengsl við ferðaþjónustusamfélagið þar sem mínar rætur liggja. Vera í samskiptum við ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, sem og heimafólkið okkar. Þetta er lifandi starfsvettvangur og mörg áhugaverð viðfangsefni fram undan. Fyrstu verkefnin eru að kynnast samstarfsfólki mínu og setja mig inn í daglegan rekstur. Auk þess erum við að leggja línurnar fyrir komandi ferðamannasumar,“ segir Kristín en hún tók við starfinu af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur.

Vök Baths var opnað í júlí 2019 rétt hjá Egilsstöðum og telur gestafjöldinn um 100 þúsund árlega, þar af eru erlendir gestir um 60%. Um 30 manns vinna við böðin þegar mest er yfir háannatíma. Vök Baths hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2022 og steinsteypuverðlaun Steinsteypufélagsins árið 2023 svo eitthvað sé nefnt.

En hvernig leggst sumarið 2024 í Kristínu Dröfn?

„Veðurblíðan á Héraði ætti að vera landsmönnum kunn og gangi væntingar okkar eftir um sólríkt sumar getum við átt von á töluverðum fjölda Íslendinga og miðað við spár um komu ferðamanna til landsins getum við ekki verið annað en bjartsýn.“

Skylt efni: VÖK baths

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...