Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lindarbrekka í Berufirði.
Lindarbrekka í Berufirði.
Mynd / Lindarbrekka
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Höfundur: smh

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð um lítil sláturhús á lögbýlum – sem heimilar bændum að slátra heima til markaðssetningar afurðanna. Rætt var við bændur á þessum bæjum, Birkihlíð í Skagafirði og Grímsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði, í síðasta blaði, en þriðji bærinn sem hefur fengið þessa heimild er Lindarbrekka í Berufirði. Þar ætla bændurnir þó ekki að nýta sér heimildina á þessu ári.

Sláturhúsið tilbúið á Lindarbrekku.

Aðeins fjórar umsóknir bárust Matvælastofnun eftir að reglugerðin var gefin út í maí síðastliðnum. Fjórði bærinn er Svartárkot í Bárðardal, en þar er enn leyfisferli í gangi, samkvæmt heimildum Matvælastofnunar.

Félagsbúið á Lindarbrekku
Bergþóra Valgeirsdóttir, Eiður Gísli Guðmundsson og dætur þeirra, Aðalheiður Ýr og Valborg Iða.

Á Lindarbrekku í Berufirði er rekið félagsbú, Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson annars vegar og hins vegar foreldrar hans, þau Guðmundur Valur Gunnarsson og Ragnheiður Margrét Eiðsdóttir. Þau eru með rúmlega fimm hundruð fjár á vetrarfóðrum og hafa lengi haft augastað á því að reka lítið sláturhús á bænum, fengist leyfi fyrir slíkan rekstur.

Bergþóra segir eina af ástæðunum, fyrir því að vilja hafa eigið sláturhús, vera að þannig fái þau stresslaust kjöt. „Við erum komin með bráðabirgðaleyfi núna, en ætlum ekki að nýta leyfið að þessu sinni. Þetta opnar vissulega fyrir okkur möguleika á annars konar fyrirkomulagi slátrunar en við höfum búið við, til dæmis slátrun á öðrum tímum en hefð er fyrir. Við höfum í sjálfu sér ekki lagt þetta niður fyrir okkur enn, hvernig við viljum sjá þetta fyrir okkur í framtíðinni – enda hefur verið nóg að gera,“ segir Bergþóra.

Annir í kjötvinnslunni

Bergþóra segir að þau hafi rekið eigin vottaða kjötvinnslu nú í þrjú ár og eru með eigið vörumerki á sínum afurðum, þannig að ekki hafi þurft að gera miklar breytingar á húsakosti til að fá leyfið – aðeins smávægilegar lagfæringar. „Þar sem leyfið kom svo seint þá ákváðum við að taka bara helling heim úr sláturhúsinu og ég hef verið á fullu við að reykja það og grafa. Vörurnar okkar hafa verið mjög vinsælar,“ segir hún. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...