Lokaður ferðamönnum til 2019
Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er elsti þjóðgarðurinn í Afríku. Garðurinn er jafnframt stærsta eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn er einnig sá hættulegasti í heimi og ákveðið hefur verið að loka honum fyrir ferðamönnum til 2019.
Ríflega 180 landverðir hafa verið drepnir af uppreisnarmönnum í garðinum á síðustu 20 árum og þar af tólf á síðustu tíu mánuðum sem hafa verið þeir blóðugustu í sögu garðsins. Eftirlit í garðinum, sem er um 22 þúsund ferkílómetrar að stærð, er erfitt.
Fyrir skömmu var fararstjóri drepinn og tveimur breskum ferðamönnum rænt skammt frá ferðamannamiðstöð í garðinum og þeir hafðir í haldi uppreisnarmanna í sólarhring.
Í framhaldi af ráni Bretanna tveggja hefur verið ákveðið að loka garðinum fyrir heimsókn ferðamanna til loka þessa árs. Lokunin er sögð illnauðsyn svo hægt sé að yfirfara öryggismál garðsins og endurþjálfa þá 700 landverði sem eiga að gæta öryggis dýra og gesta garðsins.
Virunga-þjóðgarðurinn er síðasta athvarf einnar tegundar af fjallagórillum og er fjöldi þeirra í garðinum um eitt þúsund og auk þess að stafa hætta af átökum innan þjóðgarðsins er górillunum einnig ógnað vegna ólöglegra námuvinnslu og af veiðiþjófum.