Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lokaður ferðamönnum til 2019
Fréttir 3. júlí 2018

Lokaður ferðamönnum til 2019

Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er elsti þjóð­garðurinn í Afríku. Garður­inn er jafnframt stærsta eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn er einnig sá hættulegasti í heimi og ákveðið hefur verið að loka honum fyrir ferðamönnum til 2019.

Ríflega 180 landverðir hafa verið drepnir af uppreisnarmönnum í garðinum á síðustu 20 árum og þar af tólf á síðustu tíu mánuðum sem hafa verið þeir blóðugustu í sögu garðsins. Eftirlit í garðinum, sem er um 22 þúsund ferkílómetrar að stærð, er erfitt.

Fyrir skömmu var fararstjóri drepinn og tveimur breskum ferðamönnum rænt skammt frá ferðamannamiðstöð í garðinum og þeir hafðir í haldi uppreisnarmanna í sólarhring.

Í framhaldi af ráni Bretanna tveggja hefur verið ákveðið að loka garðinum fyrir heimsókn ferðamanna til loka þessa árs. Lokunin er sögð illnauðsyn svo hægt sé að yfirfara öryggismál garðsins og endurþjálfa þá 700 landverði sem eiga að gæta öryggis dýra og gesta garðsins.

Virunga-þjóðgarðurinn er síðasta athvarf einnar tegundar af fjallagórillum og er fjöldi þeirra í garðinum um eitt þúsund og auk þess að stafa hætta af átökum innan þjóðgarðsins er górillunum einnig ógnað vegna ólöglegra námuvinnslu og af veiðiþjófum.

Skylt efni: Þjóðgarður | górillur | Kongó

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...