Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Fréttir 16. júní 2017

Markaðstorg fyrir aukaafurðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Mikil gróska hefur verið í nýsköpun með aukaafurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Má þar nefna sem dæmi vinnslu fæðubótarefna úr fiskroði, etanólframleiðslu úr ostamysu og lífdísilvinnslu úr fitu og úrgangi. 
 
Þróun slíkra vörutegunda byggir á öflun hráefnis og er þessari vefsíðu ætlað að skapa tengsl á milli þeirra sem mynda úrgang eða aukaafurðir með starfsemi og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt þessa afurð. 
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni. 
 
Úrgangur í dag, auðlind á morgun
 
Umhverfisstofnun stendur að síðunni en hún var kynnt á ráðstefnunni Úrgangur í dag – auðlind á morgun, sem fram fór á Grand hóteli miðvikudaginn 24. maí. 
 
Talið er að 8% af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi komi úr meðhöndlun úrgangs, en um 176.000 tonn af úrgangi er urðað hér árlega. Þar af eru 97.000 tonn lífbrjótanleg, að því er fram kom í máli Hildar Harðardóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en hún kynnti vefsíðu Auðlindatorgsins til leiks. Bætt nýting aukaafurða gæti því dregið úr losun og þannig gæti lífbrjótanlegur úrgangur einnar starfsemi orðið hráefni fyrir aðra.
 
Á vefsíðunni er hægt að auglýsa hráefni eða falast eftir því, og hver sem er getur auglýst á síðunni án endurgjalds. Hráefnum er skipt í sex flokka; sjávarútveg, sláturiðnað, landbúnað og skógrækt, eldhús og mötuneyti, seyru og húsdýraskít og annað. Einnig er hægt að leita eftir landshlutum. Nú þegar má finna auglýsingu frá Landgræðslunni sem óskar eftir verkaðri seyru til landgræðslu.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...