Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matarbúrið hættir á Grandagarðinum
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2017

Matarbúrið hættir á Grandagarðinum

Höfundur: smh

Nautgripabændurnir á Hálsi í Kjós tilkynntu um það á Facebook-síðu sinni í dag að verslun þeirra Matarbúrinu, sem starfrækt hefur verið á Grandagarðinum í Reykjavík undanfarin rúm tvö ár, verði lokað 21. október næstkomandi.

Í tilkynningunni kemur fram að verslunin Kjötkompaní muni koma inn í húsnæðið að Grandagarði 29 í staðin og opna í byrjun nóvember. Kjötkompaní starfrækir fyrir verslun í Hafnarfirði.

Bændurnir, þau Lisa Boije og Þórarinn Jónsson, segja í tilkynningunni að tíminn á Grandagarðinum hafi verið frábær, en nú ætli þau að snúa sér að öðrum skemmtilegri verkefnum. „Hver veit nema við bændur á Hálsi birtumst af og til á matarmörkuðum borgarinnar í framtíðinni,“ segja þau í tilkynningunni.

Þau Lísa og Þórarinn lögðu áherslu á sölu á afurðum af eigin nautgripum sem eru eingöngu eru fóðraðir á grasi og heyi – og buðu upp á alla parta og skurði af skepnunni.Þau voru með kjötvinnsluna heima á Hálsi og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik.

Einnig voru þau með sinnep, krydd, chutney, bratwurst-pylsur og sultur til sölu sem þau gerðu sjálf, lambakjöt frá Seglbúðum og velferðar kjúkling frá Litlu gulu hænunni.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...