Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matarbúrið hættir á Grandagarðinum
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2017

Matarbúrið hættir á Grandagarðinum

Höfundur: smh

Nautgripabændurnir á Hálsi í Kjós tilkynntu um það á Facebook-síðu sinni í dag að verslun þeirra Matarbúrinu, sem starfrækt hefur verið á Grandagarðinum í Reykjavík undanfarin rúm tvö ár, verði lokað 21. október næstkomandi.

Í tilkynningunni kemur fram að verslunin Kjötkompaní muni koma inn í húsnæðið að Grandagarði 29 í staðin og opna í byrjun nóvember. Kjötkompaní starfrækir fyrir verslun í Hafnarfirði.

Bændurnir, þau Lisa Boije og Þórarinn Jónsson, segja í tilkynningunni að tíminn á Grandagarðinum hafi verið frábær, en nú ætli þau að snúa sér að öðrum skemmtilegri verkefnum. „Hver veit nema við bændur á Hálsi birtumst af og til á matarmörkuðum borgarinnar í framtíðinni,“ segja þau í tilkynningunni.

Þau Lísa og Þórarinn lögðu áherslu á sölu á afurðum af eigin nautgripum sem eru eingöngu eru fóðraðir á grasi og heyi – og buðu upp á alla parta og skurði af skepnunni.Þau voru með kjötvinnsluna heima á Hálsi og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik.

Einnig voru þau með sinnep, krydd, chutney, bratwurst-pylsur og sultur til sölu sem þau gerðu sjálf, lambakjöt frá Seglbúðum og velferðar kjúkling frá Litlu gulu hænunni.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...