Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2023

Miklu færri fengu lóðir en vildu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps úthlutaði nýlega lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga hverfis sem kallast „Byggð á Bríkum“. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru.

Um er að ræða átta íbúðir í fjórum parhúsum, átta íbúðir í tveimur fjögurra íbúða raðhúsum, sex íbúðir í tveimur þriggja íbúða raðhúsum og þrjár lóðir fyrir einbýlishús.

„Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga sem er á Flúðum og í raun á Uppsveitum Árnessýslu í heild sinni. Ég efast ekki um að margir eru farnir að líta lengra út fyrir þau svæði sem helst hafa notið mikillar uppbyggingar að undanförnu og uppgötva um leið hversu mikil lífsgæði felast í landsbyggðunum. Uppsveitir Árnessýslu eru þar að koma sterkar inn og hér á Flúðum finnum við það mjög greinilega. Fólk sækir hér í góða þjónustu, gott mannlíf og ekki síst veðurfarið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Innt eftir nafngift hverfisins, Byggð á Bríkum, segir Aldís: „Ástæðan er sú að það stendur á brík sem hallar niður að Litlu- Laxá. Það er staðsett mitt á milli golfvallarins og tjaldsvæðisins og sameinar þannig gæði þéttbýlisins en einnig nálægðina við náttúruna og hins góða golfvallar. Þá er líka gaman að geta þess að nöfnin á götunum í hverfinu vísa til örnefna í Kerlingarfjöllum, sem eru mörgum Hrunamönnum mjög kær, en sem dæmi má nefna að fyrsta gatan heitir Fannborgartangi. Framkvæmdir eru hafnar við göturnar og framkvæmdir lóðarhafa eiga að geta hafist um mitt sumar. Svo fer það auðvitað eftir framkvæmdahraða húsbyggjenda hvenær fyrstu íbúar flytja inn,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...