Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið
Mynd / HKr.
Fréttir 20. september 2019

Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið

Höfundur: smh
Afkoma æðarbænda er misjöfn eftir sumarið, en náttúruöflin ráða talsverðu um hvort æðarkollan komi yfirleitt í varp.
 
Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir að á sunnan- og vestanverðu landinu hafi dúntekja verið góð enda einmuna blíða í sumar og almennt hagstæð skilyrði. Æðarfugl var þó almennt seinni í varp en venjulega, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.  „Í mörgum vörpum rættist sem betur fer úr en sums staðar kom kollan ekki í  varp. Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. Tilgáta er um að það tengist síðbúinni loðnugöngu, en æðarbændur hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga fyrir búsvæði æðarfugla,“ segir Guðrún.
 
Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. 
 
Niðursveifla í útflutningi á æðardúni 
 
Að sögn Guðrúnar hefur æðardúnn alla tíð verið verðmæt útflutnings­vara en æðar­bændur séu alvanir sveiflum í fram­boði, eftirspurn og verði. „Ársmeðaltal útflutts æðardúns síðastliðna tvo áratugi er um 2,5 tonn. Lægst fór magnið árið 2007, eða í 1,4 tonn, og hvað mest árið 2000, eða 3,9 tonn. 
 
Magn útflutts æðardúns á síðustu tveimur árum hefur verið undir þessu meðaltali eftir nokkur ár vel yfir meðaltali. Þannig var útflutningur 2018 rétt undir 2 tonnum. Til samanburðar má nefna að árið 2016 nam magnið 3,4 tonnum og 2015 var það rétt um 3 tonn. Þá er meðalverð á kíló að sama skapi lægra. Engin ástæða er til að ætla annað en að verð muni hækka og eftirspurn aukast á nýjan leik,“ segir Guðrún Gauksdóttir. 
 
Óhreinsaður og hreinsaður dúnn á borði í Vigur. Mynd / HKr. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...