Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 1. ágúst 2019

Ný stefna til fimm ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur sett fram stefnu fyrir skólann til fimm ára, 2019 til 2024. Í stefnunni er lögð áhersla á að stórauka rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, segir að áhersla verði lögð á sjálfbærni, að samþætta betur þá fjölþættu starfsemi sem fram fer í skólanum,  fjölga vísindamönnum við skólann sem og nemendum.

Hvanneyrartorfan. Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er afar víðfeðmt og gríðarlega mikilvægt. Myndir / LbhÍ.

„Landbúnaðarháskóli Íslands starfar á þremur meginstarfsstöðvum, á Hvanneyri, í Reykjavík og á Reykjum í Ölfusi. Einingarnar mynda eina heild og hugmyndin er að nemendur skólans hafi möguleika á að nýta sér aukna breidd í námsframboði og að innviðir skólans verði styrktir til rannsókna, nýsköpunar og kennslu,“ segir Ragnheiður.

Stefnan grundvölluð á sáttmála ríkisstjórnarinnar

Ragnheiður segir að til grundvallar stefnunni liggi meðal annars sáttmáli ríkisstjórnarinnar, markmið fjármálaáætlunar 2019 til 2024 einkum kafli 7 um nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar og kafli 21 um háskólastigið,  þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 og greining Vísinda- og tækniráðs, Samfélagslegar áskoranir 2018-2021.

„Landbúnaðarháskólinn gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að sjálfbærni, þróun landbúnaðar og nýtingu náttúruauðlinda, auk skipulags, umhverfis- og loftslagsmála sem og samfélagsins og efnahagslífsins í heild. Hlutverk skólans er því afar víðfeðmt og gríðarlega mikilvægt og snertir grundvallarskilyrði lífs okkar. Má þar nefna fæðuöryggi, aðgengi að heilnæmu andrúmslofti, hreinu vatni og orku, sem aftur eru þættir sem byggja á fjölbreytileika vistkerfa og jafnvægi þeirra í náttúrunni.

Sem betur fer hefur á undanförnum árum orðið mikil vitundarvakning á þessum sviðum og flestir farnir að átta sig á því að aðgerða er þörf og það fyrr en seinna og þar hefur skólinn stóru hlutverki að gegna þegar kemur að rannsóknum og fræðslu.

Síaukin einkaneysla og framleiðsla þar sem mengun safnast upp í náttúrunni eru farin að valda sýnilega neikvæðum breytingum víða um veröld. Það er því kallað eftir nýju skipulagi og nýjum hugmyndum er varða umgengni um auðlindir, landnýtingu og þróun byggða jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.“

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna

„Starfsemi Landbúnaðarháskólans snertir öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. Stefna skólans sem við erum að setja fram styður einnig vel við markmið ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, ósnortin víðerni og verndun náttúru og lífs.“

Landbúnaðarháskólinn gegnir einnig  mikilvægu hlutverki við að skapa og miðla tækniþekkingu og til að bregðast við áskorunum sem tryggja samfélagslegan stöðugleika, hagsæld og lífsgæði til framtíðar eins og segir í nýju stefnuskrá skólans.

Ragnheiður segir brýnt að skólinn mennti og þjálfi nemendur og starfsfólk til að taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem fram undan er með nýjum áherslum og öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi.

Samvinna við atvinnulíf, sveitarfélög og stjórnvöld

Í stefnuskrá skólans er lögð áhersla á samráð og samvinnu við atvinnulífið, sveitarfélög, opinberar stofnanir og stjórnvöld um uppbyggingu innviða, byggðaþróun og önnur sameiginleg málefni.

Með auknu rannsókna- og nýsköpunarstarfi við skólann mun tækniþekking eflast og innviðir hans styrkjast. Auk þess mun starfsmenntanám skólans styrkjast og skólinn auka sýnileika þess hvernig nemendur hafa farið úr starfsmenntanámi í háskólanám, en einnig í starfsmenntanám að loknu háskólanámi.

Ragnheiður segir að einnig verði lögð áhersla á innra og ytra starf skólans með fjölgun starfsmanna og nemenda og með því að ná fram samlegðaráhrifum með aukinni samvinnu og góðu samstarfi við hagaðila og kynningu á starfsemi skólans í samfélaginu.

„Landbúnaðarháskóli Íslands mun á næstu árum leggja höfuðáherslu á að efla rannsóknir og alþjóðastarf og samþætta rannsóknir, nýsköpun og kennslu.

Að okkar mati mun skólinn þannig best þjóna því hlutverki að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, að lokum. 

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...