Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Sigurður Ólafsson með lömbin og Rökkvu. Frosti er svartbotnóttur flekkóttur og Fannar er svartbotnóttur.
Sigurður Ólafsson með lömbin og Rökkvu. Frosti er svartbotnóttur flekkóttur og Fannar er svartbotnóttur.
Mynd / Helga Þórelfa Davids
Fréttir 15. janúar 2024

Nýárslömbin Frosti og Fannar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ærin Rökkva á bænum Stafafelli, skammt frá Höfn í Hornafirði, gerði sér lítið fyrir og bar tveimur hrútlömbum milli jóla og nýárs.

Lömbin hafa fengið nöfnin Frosti og Fannar. Það merkilega er að Rökkva bar einnig 30. janúar síðasta vetur og hefur því borið tvisvar sinnum á sama ári. Þá átti hún svartbotnótt flekkótta og svartflekkótta gimbrar, sem voru báðar settar á í haust.

„Það er alltaf gaman að fá lömb, ekki síst svona í skammdeginu. Þau lífga upp á hversdagsleikann og svo tekur alvöru sauðburður við í vor, það er alltaf frábær tími,“ segir Helga Þórelfa Davids bóndi, en hún og maður hennar, Sigurður Ólafsson, eru með um 350 vetrarfóðraðar kindur á bænum. Á heimilinu er líka ástralski fjárhundurinn Baldur.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...