Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Valgerður Pálsdóttir.
Valgerður Pálsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 7. mars 2016

Nýtt ferðamálanám hefst haustið 2016

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðskiptahugmyndin er í grunn­inn nám sem Háskólafélag Suðurlands er að þróa í samstarfi við Háskólann í Malaga á Spáni og UHI-háskólann í Skotlandi, og ráðgert er að hleypa af stokkunum haustið 2016, en Háskólafélagið fékk styrk í fyrra úr Erasmus+ áætluninni. 
 
Námið ber vinnuheitið „Ferða­málabrú – Nýsköpun og stjórnun“ og er ætlað fyrir ferðaþjónustuaðila, bæði stjórnendur og starfsmenn.  
 
Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), Rannsóknarmiðstöð ferðamála og fleiri aðilum. Segja má að aðilar séu sammála um það að veruleg þörf er á slíku námi fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Valgerður Pálsdóttir. Kynnti hún námið ásamt Ingunni Jónsdóttur, starfsmanni Háskólafélagsins og verk­efnastjóra verkefnisins, í hádegisfyrirlestri í Fjölheimum á Selfossi nýlega.
 
Kennslufyrirkomulag Ferðamála­brúarinnar verður að nokkru leyti byggt á sama fyrirkomulagi og var í Matvælabrúnni sem Háskólafélagið er með. Annars vegar verður um að ræða bóklega fyrirlestra og hins vegar svokallaða fyrirtækjavist en í henni  gefst nemendum tækifæri til að kynnast öðrum ólíkum fyrirtækjum innan greinarinnar. Að auki er nýtt sérþekking innan fyrirtækjanna til kennslu á afmörkuðu efni.
 
„Markmið Ferðamálabrúarinnar er að auka þekkingu meðal starfsmanna og stjórnenda í ferðaþjónustunni til að auka gæði og framleiðni fyrirtækjanna. Námið er eins árs diplómanám ætlað fyrir starfandi aðila í ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og stjórnun en námið verður skipulagt í náinni samvinnu við ferðaþjónustuna sem er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Suðurlandi.“
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...