Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Nýtt smáforrit frá ASÍ
Fréttir 23. janúar 2024

Nýtt smáforrit frá ASÍ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur látið hanna nýtt smáforrit fyrir almenna neytendur til að fylgjast með vöruverði.

Með nýja smáforritinu, appinu Prís, geta notendur á fljótlegan hátt skoðað mismunandi verðlagningu einstakra vara milli verslana. Prís er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS, og er neytendum að kostnaðarlausu.

Segir í frétt ASÍ að forritið sé „kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði.“ Í Prís er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá upplýsingar um hvað sama vara kostar í fjölda annarra verslana.

Hyggst verðlagseftirlitið þróa smáforritið áfram og gera meðal annars verðsögu aðgengilega í því, ásamt fleiri viðbótum sem gagnast munu neytendum.

Prís smáforritið var unnið innan vébanda ASÍ en ríkisstjórnin kom að verkefninu með 15 milljóna króna styrk í anda þess að það sé sameiginlegt markmið beggja aðila með verkefninu að vinna gegn verðbólgu.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...