Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nýtt smáforrit frá ASÍ
Fréttir 23. janúar 2024

Nýtt smáforrit frá ASÍ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur látið hanna nýtt smáforrit fyrir almenna neytendur til að fylgjast með vöruverði.

Með nýja smáforritinu, appinu Prís, geta notendur á fljótlegan hátt skoðað mismunandi verðlagningu einstakra vara milli verslana. Prís er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS, og er neytendum að kostnaðarlausu.

Segir í frétt ASÍ að forritið sé „kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði.“ Í Prís er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá upplýsingar um hvað sama vara kostar í fjölda annarra verslana.

Hyggst verðlagseftirlitið þróa smáforritið áfram og gera meðal annars verðsögu aðgengilega í því, ásamt fleiri viðbótum sem gagnast munu neytendum.

Prís smáforritið var unnið innan vébanda ASÍ en ríkisstjórnin kom að verkefninu með 15 milljóna króna styrk í anda þess að það sé sameiginlegt markmið beggja aðila með verkefninu að vinna gegn verðbólgu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...