Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna. Óberon var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans er Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.

Í umsögn um dætur Óberons segir að þær séu mjög mjólkurlagnar en fituhlutfall sé undir meðallagi og próteinhlutfall nokkuð lágt. Dætur Óberons eru meðalstórar og nokkuð háfættar kýr með fremur mikla boldýpt og útlögur og beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða sterkleg og fremur gleið. Júgurgerðin sé góð, júgurband áberandi og þau vel borin. Spenar séu eilítið stuttir, hæfilega þykkir og örlítið útstæðir. Mjaltir séu mjög góðar og lítið um mjaltagalla. Skap meðalgott og skapgallaðir gripir fáir í hópnum.

Þetta var í fertugasta skipti sem viðurkenning fyrir besta naut árgangs var veitt. Þau voru fyrst veitt árið 1986 fyrir besta nautið fætt árið 1979. Val á naut er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er það veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar. Þau bú sem oftast hafa hlotið viðurkenninguna eru Oddgeirshólar í Flóa, sem þrisvar sinnum hefur átt besta naut árgangs, Brúnastaðir í Flóa og Syðri­Bægisá í Öxnadal, sem tvisvar sinnum hafa átt besta naut árgangs.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...