Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum.
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna. Óberon var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans er Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.

Í umsögn um dætur Óberons segir að þær séu mjög mjólkurlagnar en fituhlutfall sé undir meðallagi og próteinhlutfall nokkuð lágt. Dætur Óberons eru meðalstórar og nokkuð háfættar kýr með fremur mikla boldýpt og útlögur og beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga. Fótstaða sterkleg og fremur gleið. Júgurgerðin sé góð, júgurband áberandi og þau vel borin. Spenar séu eilítið stuttir, hæfilega þykkir og örlítið útstæðir. Mjaltir séu mjög góðar og lítið um mjaltagalla. Skap meðalgott og skapgallaðir gripir fáir í hópnum.

Þetta var í fertugasta skipti sem viðurkenning fyrir besta naut árgangs var veitt. Þau voru fyrst veitt árið 1986 fyrir besta nautið fætt árið 1979. Val á naut er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er það veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar. Þau bú sem oftast hafa hlotið viðurkenninguna eru Oddgeirshólar í Flóa, sem þrisvar sinnum hefur átt besta naut árgangs, Brúnastaðir í Flóa og Syðri­Bægisá í Öxnadal, sem tvisvar sinnum hafa átt besta naut árgangs.

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Lóu og spóa fækkar ört
Fréttir 10. apríl 2025

Lóu og spóa fækkar ört

Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækka...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...