Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýjasti bæklingurinn frá Vinnueftirlitinu er mjög góður.
Nýjasti bæklingurinn frá Vinnueftirlitinu er mjög góður.
Fréttir 5. júní 2019

Öryggi og rétt umgengni við vélar skilar manni góðu tímakaupi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson – liklegur@internet.is
Öll kaupum við einhvers konar tæki til að létta okkur ýmsa vinnu samanber borvélar, hjól­sagir, bíla, dráttarvélar, ryksugur og fleira. Öllum þess­um tækjum fylgir nánast undan­tekningalaust bæklingur, oft á mörgum tungumálum, um notkun tækisins og er oftast nefnt „eigandahandbók“.  
 
Fæstir lesa þennan bækling eða bók, en að lesa eigandahandbókina sem tækinu fylgir er í flestum tilfellum fróðleg lesning og fræðandi sem kemur sér vel þótt síðar verði er kemur að endingu og viðhaldi á viðkomandi tæki og „lesturslaunin“ geta á endanum verið mjög góð. 
 
Sjálfur þekki ég þetta vel því fyrir rúmum 20 árum keypti ég mótorhjól sem var þá með mjög nýstárlega vél sem þurfti sérstakt viðhald. Ég fór nánast í einu og öllu eftir handbókinni sem ég las vel og vandlega. Endingin var góð, engin bilun í mótor í 33.000 km (þá var hjólinu stolið af mér). Mótorarnir í hjólunum hjá hinum fimm félögum mínum sem voru í sömu sendingu entust allir innan við 11.000 km.
 
 
Stundum geta forvarnaraðferðir í Ameríku verið ágætis skemmti­lesning.
 
Vinnueftirlitið gefur alltaf út reglulega fræðandi efni
 
Nýlega gaf Vinnueftirlitið út fræðslubækling sem ber nafnið „Öryggi við vélar“. Í þessu fræðiriti er farið yfir helstu atriði og umgengni á vélum og hvað ber að varast við ýmsa vélavinnu. Í bæklingnum er minnt á hversu mörg vinnuslys verða vegna vinnu með vélar og tækjabúnað og reynt eftir fremsta magni að leiðbeina til réttra vinnubragða við mismunandi vélar og tæki.  
 
Bæklingurinn er með góðum útskýringum í texta og góðum myndteikningum sem gagnast öllum til útskýringa á mismunandi aðstæðum. Persónulega finnst mér framsetningin það góð að sá sem ekki getur lesið íslensku (sökum þjóðernis eða lesblindu) skilur samt nánast allt efnið í bæklingnum. Hann getur áttað sig á hvað er verið að meina á hverri blaðsíðu fyrir utan innganginn og skrifin um áhættumat á bls. 2.
 
Misjafnar áherslur forvarnarbæklinga og -efnis á milli landa
 
Á þeim tíma sem ég hef verið að afla mér efnis til að skrifa þessa stuttu forvarnarpistla hef ég leitað víða eftir efni með misgóðum árangri, en á sama tíma hef ég fundið og rekist á misfyndnar og furðulegar fyrirsagnir og fullyrðingar. 
 
Sem dæmi þá las ég stóran og mikinn bækling ættaðan frá Írlandi um meðferð, viðhald og umgengni við dráttarvélar. Þessi bæklingur var með óvenju miklum teiknuðum myndum sem tengdust lesefninu. Í inngangi fyrir lesefnið tók sá sem gerði bæklinginn það fram að miðað við kynni hans af írskum bændum þá væri á milli 30–50% þeirra lesblindir og því teldi hann myndskýringar svona mikla nauðsyn. 
 
Í amerískum bæklingum og fræðsluefni finnst mér oft framsetningin vera þannig að ætla mætti að sá sem ritar efnið haldi lesandann vera gjörsneyddan af allri greind og verið sé að skrifa fyrir „fávita“. Þar koma fyrir setningar sem eru svo vitlausar að manni blöskrar ritmálið, en mér er sagt að svona verði þetta að vera í Ameríku. Ef ekki sé hægt að hrekja allt hugsanlegt rugl og vitleysu sem gæti komið fyrir, geti verið að opna fyrir málsókn og miskabætur, aðeins vegna þess að einhver setning var ekki í bæklingi eða handbók.
 
Mikið til af fræðsluefni hjá Vinnueftirlitinu
 
Innflytjendur á vélum, verkfærum og tækjum mættu gera meira af því að íslenska eigandahandbækur. Bílaumboð eru flest með sölubæklinga um bílana sem verið er að selja á íslensku, en það eru ótrúlega margir bíleigendur sem aldrei kíkja í handbók bílsins vegna þess að hún er ekki á íslensku. Bara lítil atriði eins og hversu oft á að smyrja bíl, eða benda á hvaða loftþrýstingur á að vera í dekkjum væri strax til bóta. 
 
Það er mjög mikið til af fræðsluefni hjá Vinnueftirlitinu og eflaust endalaus vinna sem bíður þeirra við útgáfu á forvarnarefni, en á vef Vinnueftirlitsins má nálgast mikið fræðsluefni þar sem komið er víða við í atvinnulífinu.

Skylt efni: Vinnueftirlitið | vinnuvern

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...