Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Fréttir 18. júní 2018

Plastagnir í jarðvegi hátt til fjalla í Sviss

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að míkró­plastagnir er að finna í jarðvegi frá láglendi hátt til fjalla í Sviss. Talið er að ástandið kunni að vera verra í öðrum löndum Evrópu og varað er við áhrifum þess á fæðuöryggi manna og dýra.

Í fyrstu stóru rannsókninni á míkróplastögnum í jarðvegi sýnir að mikið magn af þeim er að finna í jarðvegi í Sviss og finnast agnirnar á afskekktum stöðum hátt til fjalla. Í 29 sýnum sem tekin voru í landinu fundust plastagnir í 90% sýnanna.

Plastagnir, eða míkróplastagnir, eru skilgreindar sem plastefni sem eru minni en fimm millimetrar að stærð.

Plastagnir í jarðvegi drepa ánamaðka og önnur jarðvegsdýr.

Plast berst með vindi

Endurvinnsla á plasti í Sviss er nánast 100% og sú mesta í heimi. Magnið af plastögnum sem fannst í svissneska jarðveginum kom því á óvart og talið að það hafi borist í jarðveginn með vindi frá öðrum löndum.

Magn plastagna í jarðvegi þar sem endurvinnsla plasts er minni gæti því verið enn meira. Plastagnir og mengun af þeirra völdum hefur verið talsvert í umræðunni og aðallega plastmengun í hafi. Plastmengun er ekki einungis bundin við höfin því plastagnir finnast einnig í drykkjarvatni, bjór, hunangi, salti og fleiri matvörum víða um heim.

Plast í ræktunarlandi

Rannsóknir sýna að gríðarlegt magn af plastögnum er að finna í jarðvegi, bæði í náttúrunni, ræktunarjarðvegi og meira að segja garðaúrgangi.

Talið er að milli 20 og 30% af efni sem nýtt er í landfyllingar í heiminum í dag sé plast.

Sýnt hefur verið fram á að plastagnir berast meðal annars í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni frá mannabústöðum sem notað er til vökvunar. Plastagnirnar eru svo smáar að þær hreinsast ekki burt við síun vatnsins áður en það er notað á akra, hvort sem um er að ræða ræktun með eða án tilbúinna efna, og berist þannig hæglega í fæðukeðju manna og dýra. Áhrif plastmengunar í jarðvegi eru margs konar og meðal annars hefur komið í ljós að smáar plastagnir geta hæglega drepið ánamaðka og önnur jarðvegsdýr sem éta þær.

Skylt efni: plast | mengun | Jarðvegur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...