Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Braga Stefaný Mileris og Hildur Guðrún Baldursdóttir, sem standa á bak við Arctic Barley.
Braga Stefaný Mileris og Hildur Guðrún Baldursdóttir, sem standa á bak við Arctic Barley.
Mynd / smh
Fréttir 23. mars 2018

Poppað íslenskt byggkorn til mann­eldis væntanlegt í verslanir

Höfundur: smh
Arctic Barley er nýtt íslenskt vörumerki en undir því er framleitt poppað byggkorn. Fljótlega eftir páska eru tvær byggblöndur væntanlegar í hillurnar í Hámu á Háskólatorgi Háskóla Íslands. 
 
Að sögn þeirra Brögu Stefaný Mileris og Hildar Guðrúnar Baldursdóttur, sem standa á bak við Arctic Barley, eru vörurnar hugsaðar sem hollt og gott nasl milli mála eða sem múslí í jógúrt. Önnur blandan inniheldur poppað bygg, dökkt stevía-súkkulaði, döðlur og kókosflögur. Hin blandan er hugsuð sem snarlblanda og inniheldur poppað bygg, þurrkuð epli, kanil, kasjúhnetur og kókosflögur. Í vinnslu er frekari þróun á fleiri útfærslum og vörum. 
 
Lokaverkefni í meistaranámi
 
Þær eru nemar í matvælafræði við Háskóla Íslands og er vöruþróunin og markaðssetning Arctic Barley-varanna lokaverkefni í meistaranámi þeirra. Vörurnar eru markaðssettar sem heilsuvörur enda innihalda þær engan viðbættan sykur, salt eða olíu. Bygg er, að þeirra sögn, stútfullt af trefjum og ýmsum vítamínum og margar rannsóknir hafi sýnt fram á heilsubætandi áhrif þess. Önnur byggblandan er með kanil, þurrkuðum eplum, kókos og kasjúhnetum og er að, þeirra sögn, einstaklega góð eintóm, í jógúrt eða jafnvel ofan á grjónagrautinn. Hin er múslíblanda með stevíu-súkkulaði, döðlum og kókos – sem hentar vel eintóm eða í jógúrt.
 
 
Bygg til manneldis
 
Braga og Hildur segja að allt hafi þetta byrjað í vöruþróunaráfanganum í Matvælafræði í byrjun árs 2016, þar sem nemendur voru hvattir til þess að finna nýstárlegar leiðir til að nýta íslensk hráefni sem er illa nýtt. Þar hafi byggið komið til sögunnar þar sem það er að miklu leyti nýtt í dýrafóður, þrátt fyrir að vera mjög heilsusamlegt korn og auðræktanlegt á Íslandi, en bygg hefur verið ræktað hér samfellt í meira en 50 ár. Þær segja að samkvæmt tölum frá 2014 voru einungis þrír byggræktendur af 436 á Íslandi sem seldu sitt korn til manneldis. 
 
Þær segja að hugmyndin að því að poppa byggið hafi kviknað þegar þær gáfu hugarfluginu lausan tauminn. Þær hafi einbeitt sér að því að reyna að finna skemmtilegar og öðruvísi leiðir til þess að nýta byggið og þá hafi þessi hugmynd, að prufa að poppa byggið, skotið upp kollinum. Það hafi komið einstaklega vel út, þótt það hafði þurft nokkrar misheppnaðar tilraunir með olíu, potta og fleira – áður en rétta aðferðin var fundin. 
 
Góðar viðtökur í neytendakönnunum
 
Poppaða byggið var síðan valin til þess að taka þátt í Ecotrophelia í París 2016 fyrir hönd Íslands, sem er keppni í vistvænni nýsköpun matvæla. Sumarið 2016 fengu þær styrk frá matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands til að vinna að verkefninu. Þær segjast hafa fengið ómetanlegan stuðning þaðan, frá leiðbeinendum og kennurum þeirra í háskólanum. Síðasta sumar fengum þær líka styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og gátu þá klárað allar helstu mælingar og frekari prófanir. Þær fólust meðal annars í að meta besta hreinsunarstig byggs, sumsé að finna út hvers konar bygg hentaði best í vöruna og finna bestu aðferðina við poppun til að ná fram þeim eiginleikunum sem þær sóttust eftir. 
 
Þær hafa talað við neytendur og gert neytendakannanir á blöndunum í Fræinu í Fjarðarkaupum og var vörunni mjög vel tekið að þeirra sögn.
 
Ekki ólíkt poppinu
 
Þær segja að líkja megi poppun byggsins að vissu leyti við poppun á maísbaunum. Kornið springur og opnast við hitann og sterkjan verður sýnileg. Munurinn er þó sá að byggkornið springur ekki eins mikið þar sem maísbaunin er stærri og vatnsmeiri. 
 
Hrátt byggkorn er að þeirra sögn hart undir tönn og ómeltanlegt en með poppuninni „eldast“ það; mýkist að innan en er þó með brakandi ytri áferð auk þess sem byggið fær einstaklega skemmtilegt kornbragð við poppunina. Ekkert salt er notað og engin olía.
 
Skynmatsferill í Matís
 
Braga og Hildur hafa notið liðsinnis starfsfólks Matís í þróunarferlinu og fengið ómetanlegan stuðning þaðan. Þær segja að þær hafi notið góðs af ólíku fólki með mismunandi þekkingu og hæfni til að meta gæði byggsins. Þær segja að þjálfað skynmatsteymi hafi meðal annars hjálpað þeim að ákvarða bestu tegund byggs með tilliti til poppunar og á hvaða hitastigi poppun á byggi kæmi best út með tilliti til skynmatseiginleika þess. 
 
Íslensk bankabygg
 
Byggið sem þær nota er íslenskt bankabygg og þær hafa notað bygg bæði frá Vallanesi og Þorvaldseyri með góðum árangri. Varðandi val á öðru hráefni leitast þær við að kaupa frá íslenskum framleiðendum og velja sem minnst unnið hráefni. 
 
 Þær segja að fyrstu vörurnar ættu að koma í sölu stuttu eftir páska. Þær séu með í skoðun samstarf við veitingastaði og kaffihús en markmiðið er að Arctic Barley-vörurnar þeirra fáist í heilsuhornum allra helstu matvöruverslana. Þær finna fyrir miklum áhuga á þessari leið til að nýta bygg og segja það myndi ekki koma þeim á óvart ef aðrir matvælaframleiðendur færu að nota það í sinni vöruþróun; enda íslenskt og einstaklega heilsusamlegt hráefni. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...