Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ræktað kjöt á hvers manns disk
Fréttir 28. mars 2017

Ræktað kjöt á hvers manns disk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í ræktun á kjöti úr stofnfrumum hefur fleygt fram undanfarin ár og tæknilega ekkert sem stendur í vegi þess að hægt sé að rækta kjöt í kjötverum á svipaðan hátt og grænmeti í gróðurhúsum.

Rök talsmanna kjötræktunar eru meðal annars að eldi á nautgripum og öðrum gripum til kjötframleiðslu sé sívaxandi umhverfisvandamál og siðferðislega rangt hvað varðar dýravelferð.

Ræktunarkostnaður hefur lækkað

Rannsóknir síðustu ára hafa leitt til þess að kostnaður við eldi á kjöti hefur lækkað tugþúsunda sinnum og í dag er kostnaður við hvert kíló á ræktuðu kjöti einungis þrisvar eða fjórum sinnum dýrara en við hefðbundið búfjáreldi.

Talið er að ef áfram heldur í framförum í ræktun á kjöti eins og undanfarin ár verði ræktað kjöt í boði á disk þeirra sem þess óska á innan við áratug. Í dag er lítið mál að rækta hamborgara en erfiðara hefur reynst að rækta ribeye-steikur og lundir.

Tilraunir með að rækta kjúklingakjöt hafa gengið vel en að svo stöddu er ekki vitað til þess að farið sé að rækta dilkakjöt.

Ræktað kjöt ekki kosher

Auk þess að vísa til vaxandi umhverfisvandamála og dýravelferðar mæra talsmenn ræktunar á kjöti tæknina á þeim forsendum að hún muni útrýma hungursneyð í heiminum.

Samkvæmt kenningum um framleiðslugetu á ræktuðu kjöti á að vera hægt að rækta um 20 billjón kjúklinganagga úr einni stofnfrumu kjúklings á þremur mánuðum.

Kannanir benda til að um helmingur grænmetisæta í dag mundu borða ræktað kjöt sem kæmi úr kjötveri þrátt fyrir að borða ekki kjöt af dýrum úr eldi.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðferðina eru rabbíar gyðinga sem segja að ræktað kjöt sé ekki kosher og muni aldrei verða það.
 

Skylt efni: Ræktað kjöt

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...