Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / ghp
Fréttir 26. febrúar 2024

Rafn endurkjörinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu var endurkjörinn formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands til næstu tveggja ára.

Á deildarfundi kúabænda var jafnfram kosin ný stjórn búgreinadeildarinnar en þau Bessi Freyr Vésteinsson, Reynir Þór Jónsson og Sigurbjörg Ottesen gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru kjörin. Jón Örn Ólafsson var kosinn nýr í stjórn í stað Guðrúnar Eikar Skúladóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Í varastjórn voru kjörin þau Erla Rún Guðmundsdóttir, Magnús Örn Sigurjónsson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Í þakkarræðu eftir kjör sitt hvatti formaðurinn félagsmenn að taka virkan þátt í starfinu. „Stærsta verkefnið fram undan er að vinna áfram að bættu rekstrarumhverfi greinarinnar til að tryggja nautgripabændum viðunandi af- komu af sinni starfsemi. Nú í aðdraganda nýrra búvörusamninga þurfum við að vanda til verka, mynda okkur framtíðarsýn um hvert við stefnum og svo í framhaldinu ákveða hvaða leiðir eru bestar til að ná þeim markmiðum.

Finna þarf leiðir til að virkja grasrótina betur og fá félagsmenn til að taka meira þátt í félagsstarfinu. Það er mjög mikilvægt að fá sem flestar raddir og skoðanir fram til að geta vegið og metið mismunandi leiðir og þannig vonan- di fundið bestu niðurstöðuna. Þá þurfum við að fylgja eftir vinnu við nýjan verðlagsgrunn sem nú er í gangi og halda áfram að vinna að því að við getum tekið kyngreiningu á nautasæði upp hér á landi, enda getur það skilað umtals- verðum ávinningi fyrir greinina,“ segir Rafn Bergsson.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...