Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / ghp
Fréttir 26. febrúar 2024

Rafn endurkjörinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu var endurkjörinn formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands til næstu tveggja ára.

Á deildarfundi kúabænda var jafnfram kosin ný stjórn búgreinadeildarinnar en þau Bessi Freyr Vésteinsson, Reynir Þór Jónsson og Sigurbjörg Ottesen gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru kjörin. Jón Örn Ólafsson var kosinn nýr í stjórn í stað Guðrúnar Eikar Skúladóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Í varastjórn voru kjörin þau Erla Rún Guðmundsdóttir, Magnús Örn Sigurjónsson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Í þakkarræðu eftir kjör sitt hvatti formaðurinn félagsmenn að taka virkan þátt í starfinu. „Stærsta verkefnið fram undan er að vinna áfram að bættu rekstrarumhverfi greinarinnar til að tryggja nautgripabændum viðunandi af- komu af sinni starfsemi. Nú í aðdraganda nýrra búvörusamninga þurfum við að vanda til verka, mynda okkur framtíðarsýn um hvert við stefnum og svo í framhaldinu ákveða hvaða leiðir eru bestar til að ná þeim markmiðum.

Finna þarf leiðir til að virkja grasrótina betur og fá félagsmenn til að taka meira þátt í félagsstarfinu. Það er mjög mikilvægt að fá sem flestar raddir og skoðanir fram til að geta vegið og metið mismunandi leiðir og þannig vonan- di fundið bestu niðurstöðuna. Þá þurfum við að fylgja eftir vinnu við nýjan verðlagsgrunn sem nú er í gangi og halda áfram að vinna að því að við getum tekið kyngreiningu á nautasæði upp hér á landi, enda getur það skilað umtals- verðum ávinningi fyrir greinina,“ segir Rafn Bergsson.

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...