Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Fréttir 6. desember 2017

Sæðisfrumur og loftmengun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar sýna að sæðisfrumum í meðallosunarskammti af sæði hefur fækkað undanfarna áratugi. Einnig að fjöldi vanskapaðra og latra sæðisfruma hefur aukist. Kínverskar rannsóknir benda á aukna loftmengun sem líklegan orsakavald.

Slæm áhrif loftmengunar á heilsu fólks hafa lengi verið þekkt og í verstu tilfellum leitt til ótímabærs dauða. Þrátt fyrir það er oft eins og lítið sem ekkert sé gert til að draga úr menguninni og hún eykst frá ári til árs.

Vísindamenn í Kína hafa sýnt fram á að samhengi er á milli minnkandi frjósemi karla og loftmengunar. Talning á sæðisfrumum í sæði sýnir að frumunum hefur fækkað um allt að 60% í hefðbundnu sæðislosunarskammti á síðustu fjörutíu árum. Rannsóknir á sæðisvökva sýna einnig að í dag finnist fleiri vanskapaðar og latar sæðisfrumur í sæði sem ekki nái að frjóvga eggfrumur en fyrir tæpum fimmtíu árum.

Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna. Vonandi verða þessar niðurstöður til að vekja stjórnmála- og valdamenn heimsins, sem oftast eru karlmenn, til vitundar um alvarleika loftmengunar í heiminum. 

Skylt efni: loftmengun | frjósemi

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...