Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Drjúgur 17-808 frá Hesti var vinsælastur í nýliðinni sauðfjársæðingavertíð.
Drjúgur 17-808 frá Hesti var vinsælastur í nýliðinni sauðfjársæðingavertíð.
Mynd / RML
Fréttir 7. janúar 2019

Samdráttur í sauðfjársæðingum um 40 prósent frá 2016

Höfundur: smh

Í samantekt Eyþórs Einarssonar, ábyrgðarmanns í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), um nýliðna sauðfjársæðingavertíð kemur fram að samdráttur hafi orðið í sauðfjársæðingunum annað árið í röð.

Eyþór birti niðurstöður sínar á vef RML á föstudaginn þar sem fram kemur að nokkuð ljóst sé að þeir erfiðleikar sem greinin stóð frammi fyrir eftir að afurðaverði hrundi haustið 2017 hafi haft bein áhrif á umsvif ræktunarstarfsins og þar með neikvæð áhrif á rekstur sæðingastöðvanna. Til lengri tíma geti sú staða dregið úr kynbótaframförum og snúa þurfi vörn í sókn.

Samkvæmt yfirliti Eyþórs var samdrátturinn á milli síðustu tveggja ára um 18 prósent og frá 2016 er hann um 40 prósent, mestur á Suðurlandi og Vesturlandi.

Drjúgur frá Hesti vinsælastur

Sá hrútur sem fékk mesta notkun þennan veturinn var Drjúgur 17-808 frá Hesti en úr honum voru sendir út 2.020 skammtar. Þetta er nokkuð meiri notkun en 2017 þegar sendir voru 1.835 skammtar úr hrútinum Mávi 15-990 frá Mávahlíð. Næstflestir skammtar voru útsendir úr Durt 16-994 frá Hesti, eða 1.685 skammtar. Af kollóttu hrútunum var mest sent út af sæði úr Guðna 17-814 frá Miðdalsgröf, 955 skammtar.

Lesa má yfirlit Eyþórs á vef RML:

Sauðfjársæðingar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...