Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér stað hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna.
Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér stað hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna.
Mynd / HKr
Fréttir 13. september 2021

Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Miðstjórn Samiðnar kom nýlega saman þar sem kom hörð gagnrýni fram vegna stöðu iðnnáms hér á landi. Í ályktun miðstjórnar kemur fram að staðan sé orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Þar eiga 18 ára og eldri nánast engan möguleika á að komast í iðnnám og er það algerlega óviðunandi.

Hilmar Harðarsson, formaður Sam­iðnar. Mynd / Aðsend

Að sama skapi gerir Samiðn athugasemdir við þá vegferð sem stjórnvöld eru í varðandi löggildingu iðngreina. Þar styður ríkisstjórnin sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Það vekur athygli að OECD horfði í skýrslu sinni eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna. Það sýnir hversu ósamstiga stjórnvöld eru í þessum málaflokki.

„Hér er einnig um brýnt neytendamál að ræða. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að þjónusta iðnaðarmanna uppfylli gæðakröfur. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim störfum og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt er af yfirvöldum. Það gefur augaleið að afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf geta verið mjög alvarlegar,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.

Skylt efni: Samiðn | iðnnám

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...