Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Ein af nýju ARR-kindunum (21-160) í Geirshlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2024

Sjö ARR-kindur finnast í Miðdölum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjö kindur í Miðdölum í Dalabyggð hafa fundist til viðbótar sem bera genasamsætuna ARR.

Tvær kindur eru staðsettar á bænum Háafelli og þrjár í Geirshlíð. Nýjustu tíðindi eru svo af tveimur á Sauðafelli.

Fundurinn kemur í kjölfar þess að í janúar var staðfest að ær og lambhrútur á bænum Vífilsdal í Dölum væru með þessa fágætu genasamsætu, sem þótti mikill happafengur fyrir ræktunarstarfið fram undan með verndandi arfgerðir. Hafist var handa við arfgerða­ greiningar á hjörðum í Vífilsdal og á fimm öðrum bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML, segir að í Geirshlíð sé um að ræða þrjár ær, tvær af þeim eru svargolsóttar, önnur hyrnd en hin kollótt.

Þriðja ærin í Geirshlíð sé hvít að lit, hyrnd og er hún sammæðra þeirri golsóttu hyrndu. Hann segir að á Háafelli séu báðar ærnar hyrndar og hvítar að lit. Nýjustu tíðindin eru sem fyrr segir frá Sauðfelli. Eyþór segir að þessar tvær ær á Sauðfelli séu mæðgur. „Þær eru báðar hyrndar og golsóttar á lit. Golsi 02­346 frá Háafelli er á bak við þær og tengir saman allar ARR­ær sem við höfum fundið til þessa í Dölum,“ segir hann.

Skylt efni: ARR genasamsætan

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...