Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta
Fréttir 28. apríl 2015

Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Í skýrslunni er tæpt á því hvað matarsóun er og þeim verkefnum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd á þessu sviði. Í skýrslunni er auk þess að finna tillögur hópsins en þær lúta að rannsóknum á matarsóun á Íslandi, fræðslu til neytenda og vitundarvakningu, geymslu og merkingu matvæla, framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla og matarsóun í stóreldhúsum, veitingahúsum og mötuneytum.

Í kafla um rannsóknir á matarsóun er lagt til að fyrirliggjandi upplýsingar um matarsóun verði kortlagðar og mælikvarðar þróaðir til að hægt verði að sýna fram á mælanlegan árangur aðgerða gegn þessu vandamáli. Þá er lagt til að ráðist verði í spurningakönnun um matarsóun til að kanna viðhorf Íslendinga til matarsóunar og að gerð verði ítarleg langtímarannsókn á efninu.

Á sviði neytenda og vitundarvakningar er lagt til að búinn verði til einn vefur með fræðslu um matarsóun og leiðbeiningum um hvernig sporna má við henni, að farið verði í átaksverkefni til að stuðla að hugarfarsbreytingu um matarsóun, að fræðsla um matarsóun verði tryggð í grunnskólum sem og að boðið verði upp á örfyrirlestra um efnið á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og stéttarfélögum. Sérstök áhersla er lögð á fræðslu um geymsluþolsmerkingar matvæla og að neytendur þekki muninn á „best fyrir“ og „síðasti notkunardagur“. Einnig er að finna tillögu um fræðslu um geymsluaðferðir matvæla.

Í kafla um framleiðslu, dreifingu og sölu er lagt til að teknar verði saman leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sóun við framleiðslu matvæla. Á sviði stóreldhúsa, veitingahúsa og mötuneyta er lagt til að verkefni um matarsóun verði hluti verkefnakistu Skóla á grænni grein sem og að aðgerðir gegn matarsóun verði hluti af Grænum skrefum í ríkisrekstri  og Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Loks er gerð tillaga að verkefni í samvinnu við veitingastaði sem miðar að meðvitund um skammtastærðir og möguleika á að taka með sér afganga.

Í starfshópnum sátu fulltrúar  Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Bændasamtaka Íslands, Kvenfélagssambands Íslands, Vakandi - samtaka gegn sóun matvæla og Landverndar en hópurinn starfaði undir forystu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 

Skylt efni: Umhverfismál | matar sóun

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...