Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta
Fréttir 28. apríl 2015

Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Í skýrslunni er tæpt á því hvað matarsóun er og þeim verkefnum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd á þessu sviði. Í skýrslunni er auk þess að finna tillögur hópsins en þær lúta að rannsóknum á matarsóun á Íslandi, fræðslu til neytenda og vitundarvakningu, geymslu og merkingu matvæla, framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla og matarsóun í stóreldhúsum, veitingahúsum og mötuneytum.

Í kafla um rannsóknir á matarsóun er lagt til að fyrirliggjandi upplýsingar um matarsóun verði kortlagðar og mælikvarðar þróaðir til að hægt verði að sýna fram á mælanlegan árangur aðgerða gegn þessu vandamáli. Þá er lagt til að ráðist verði í spurningakönnun um matarsóun til að kanna viðhorf Íslendinga til matarsóunar og að gerð verði ítarleg langtímarannsókn á efninu.

Á sviði neytenda og vitundarvakningar er lagt til að búinn verði til einn vefur með fræðslu um matarsóun og leiðbeiningum um hvernig sporna má við henni, að farið verði í átaksverkefni til að stuðla að hugarfarsbreytingu um matarsóun, að fræðsla um matarsóun verði tryggð í grunnskólum sem og að boðið verði upp á örfyrirlestra um efnið á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og stéttarfélögum. Sérstök áhersla er lögð á fræðslu um geymsluþolsmerkingar matvæla og að neytendur þekki muninn á „best fyrir“ og „síðasti notkunardagur“. Einnig er að finna tillögu um fræðslu um geymsluaðferðir matvæla.

Í kafla um framleiðslu, dreifingu og sölu er lagt til að teknar verði saman leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sóun við framleiðslu matvæla. Á sviði stóreldhúsa, veitingahúsa og mötuneyta er lagt til að verkefni um matarsóun verði hluti verkefnakistu Skóla á grænni grein sem og að aðgerðir gegn matarsóun verði hluti af Grænum skrefum í ríkisrekstri  og Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Loks er gerð tillaga að verkefni í samvinnu við veitingastaði sem miðar að meðvitund um skammtastærðir og möguleika á að taka með sér afganga.

Í starfshópnum sátu fulltrúar  Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Bændasamtaka Íslands, Kvenfélagssambands Íslands, Vakandi - samtaka gegn sóun matvæla og Landverndar en hópurinn starfaði undir forystu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 

Skylt efni: Umhverfismál | matar sóun

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...