Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Akureyri.
Akureyri.
Mynd / Gerd Eichmann
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Þær stofnanir sem um ræðir eru ný Umhverfis- og orkustofnun, sem mun hafa aðsetur á Akureyri, ný Náttúrufræðistofnun verður á Vesturlandi og Náttúruverndarstofnun á Hvolsvelli. Á næstu dögum stendur til að auglýsa eftir umsóknum í embætti forstjóra þessara stofnana. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Markmiðið með því að hafa stofnanir ráðuneytisins úti á landi er að hafa starfsfólkið sem mest í grennd við viðfangsefnið, sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi og auðlindir. Jafnframt er markmiðið að fjölga störfum á landsbyggðinni, þó núverandi starfsmenn þurfi ekki að flytja sig um set. Starfsmannafjöldi þessara þriggja stofnana verður samtals á þriðja hundrað.

Samkvæmt nýjum lögum mun Umhverfis- og orkustofnun taka við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Náttúruverndarstofnun mun taka við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. Báðar þessar stofnanir taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Náttúrufræðistofnun tók til starfa þann 1. júlí síðastliðinn, en inn í hana gengu Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...