Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 14. september 2020

Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Framleiðsla á svínakjöti í Þýskalandi er nú í uppnámi eftir að smit fannst í hræi af villisvíni innan landamæra Þýskalands 10. september. Erlendir kaupendur svínakjöts halda að sér höndum.

Þjóðverjar hafa flutt út milljónir tonna af svínakjöti árlega og eru kaupendur nú í viðbragðstöðu. Strax 11. september fóru að berast fréttir af því að bæði Suður-Kórea og Japan höfðu lagt bann við innflutningi á svínakjöti frá Þýskalandi. Á árinu 2019 fluttu Japanir inn yfir 40 þúsund tonn af svínakjöti frá Þýskalandi.

Beinast augu Þjóðverja nú að Kína og hver viðbrögðin verða þar vegna svínapestarinnar sem komin er upp í villtum svínum í Þýskalandi. Ef Kínverjar loka fyrir innflutning yrði það gríðarlegt högg fyrir þýska svínabændur. Þangað hafa verið flutt út yfir  5 milljónir tonna á ári. Hafa Kínverjar reynt að bæta upp skaða af svínapest heimafyrir með því að kaupa svínakjöt hvar sem það hefur verið að finna í veröldinni. Um120 milljónir svína hafa drepist í Kína frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það hefur sett kínverska markaðinn í uppnám sem hefur lýst sér í miklum verðhækkunum. Hafa kínverskir milljarðamæringar m.a. nýtt sér stöðuna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...