Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Mynd / Asia News
Fréttir 6. júní 2019

Svínastofn Kínverjar skorin niður um þriðjung vegna svínapestar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar glíma nú við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest [African swine flu - ASF]. Samkvæmt úttekt sérfræðinga hollenska bankans Robobank þá er gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150-200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins, eða um þriðjungi stofnsins.

Þetta er óneitanlega stór biti en til samanburðar, þá var slátrað um 700 milljónum svína til manneldis í Kína á árinu 2018.

Fjallað var um málið á Business Insider þann 15. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að einkenni veikinnar í svínum sé mikill og blóðugur niðurgangur, þunglindi og fósturmissir. Er sjúkdómurinn sagður ólæknandi og dánartíðnin 100%, en sjúkdómurinn er þó ekki talinn skaðlegur mönnum.

Niðurskurður samsvarar allri svínakjötsframleiðslu Evrópu

Áætlaður er niðurskurður Kínverja á  svínastofninum þýði að svínakjötsframleiðsla þeirra muni dragast saman á þessu ári um 25-35%. Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu. Samkvæmt frétt The New York Times var þegar búið að farga um milljón svínum vegna sjúkdómsins í byrjun apríl.

Mikill niðurskurður talinn hækka heimsmarkaðsverð á svínakjöti

Vegna aukinnar eftirspurnar samfara miklum niðurskurði í Kína er það talið leiða til mikilla verðhækkana á svínakjöti á heimsmarkaði. Kínverjar hafa reynt að bregðast við komandi vanda með að safna brigðum af frosnu svínakjöti. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...