Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Mynd / Asia News
Fréttir 6. júní 2019

Svínastofn Kínverjar skorin niður um þriðjung vegna svínapestar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar glíma nú við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest [African swine flu - ASF]. Samkvæmt úttekt sérfræðinga hollenska bankans Robobank þá er gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150-200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins, eða um þriðjungi stofnsins.

Þetta er óneitanlega stór biti en til samanburðar, þá var slátrað um 700 milljónum svína til manneldis í Kína á árinu 2018.

Fjallað var um málið á Business Insider þann 15. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að einkenni veikinnar í svínum sé mikill og blóðugur niðurgangur, þunglindi og fósturmissir. Er sjúkdómurinn sagður ólæknandi og dánartíðnin 100%, en sjúkdómurinn er þó ekki talinn skaðlegur mönnum.

Niðurskurður samsvarar allri svínakjötsframleiðslu Evrópu

Áætlaður er niðurskurður Kínverja á  svínastofninum þýði að svínakjötsframleiðsla þeirra muni dragast saman á þessu ári um 25-35%. Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu. Samkvæmt frétt The New York Times var þegar búið að farga um milljón svínum vegna sjúkdómsins í byrjun apríl.

Mikill niðurskurður talinn hækka heimsmarkaðsverð á svínakjöti

Vegna aukinnar eftirspurnar samfara miklum niðurskurði í Kína er það talið leiða til mikilla verðhækkana á svínakjöti á heimsmarkaði. Kínverjar hafa reynt að bregðast við komandi vanda með að safna brigðum af frosnu svínakjöti. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...