Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tekjur finnskra bænda hríðfalla
Fréttir 6. janúar 2015

Tekjur finnskra bænda hríðfalla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þau tíðindi berast nú frá Finnlandi að hrun sé á tekjum í finnskum landbúnaði. Í blaðinu ABC Nyheder er vitnað í nýjar tölur Eurostat sem sýna að tekjur finnskra bænda hafi hrapað um 22,8% á árinu 2014 og búist sé við enn verri stöðu á næsta ári. 

Á sama tíma hafa tekjur norskra bænda aukist um 4,8% svo greinilegt er að aðild Finna að ESB er ekki að hjálpa finnskum bændum. Þá hafa tekjur danskra bænda fallið um 10,1% á milli ára, en tekjur sænskra bænda hafa aðeins dregist saman um 1,1%. Rauntekjur finnskra bænda eru nú 10 prósentustigum lægri en þær voru árið 2005.

Í úttekt Eurostat á stöðu bænda í ESB er miðað við rauntekjur í landbúnaði. Þá bendir ABC Nyheder á að á næsta ári sleppi ESB lausri samkeppni í mjólkuriðnaði. Þá standi finnskir bændur frammi fyrir því að standa í harðri samkeppni við stórframleiðendur í þeim geira, m.a. frá Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu. Það gerist á sama tíma og lokað hafi verið á sölu finnskra kúabænda á framleiðslu sinni til Rússlands.

Vitnað er í landbúnaðar­sérfræðinginn Christian Anton Smedshaug, sem m.a. hefur verið með fyrirlestur hér á landi. Hann segir að Finnland og Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen, hafi orðið sérlega illa úti hvað varðar mjólkurvöruútflutning til Rússlands sem lokað hafi verið fyrir. Rússland hafi einmitt verið stór markaður fyrir finnska kúabændur. Því sé þörf fyrir sérstaka aðstoð frá Evrópusambandinu.

Það er þó fleira en finnska mjólkurframleiðslan sem er í vanda. Kartöflur frá finnskum bændum hafa fallið í verði um 30%, egg um 15%, svínakjöt um 9% og kindakjöt um 4%. 

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...