Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tekjur finnskra bænda hríðfalla
Fréttir 6. janúar 2015

Tekjur finnskra bænda hríðfalla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þau tíðindi berast nú frá Finnlandi að hrun sé á tekjum í finnskum landbúnaði. Í blaðinu ABC Nyheder er vitnað í nýjar tölur Eurostat sem sýna að tekjur finnskra bænda hafi hrapað um 22,8% á árinu 2014 og búist sé við enn verri stöðu á næsta ári. 

Á sama tíma hafa tekjur norskra bænda aukist um 4,8% svo greinilegt er að aðild Finna að ESB er ekki að hjálpa finnskum bændum. Þá hafa tekjur danskra bænda fallið um 10,1% á milli ára, en tekjur sænskra bænda hafa aðeins dregist saman um 1,1%. Rauntekjur finnskra bænda eru nú 10 prósentustigum lægri en þær voru árið 2005.

Í úttekt Eurostat á stöðu bænda í ESB er miðað við rauntekjur í landbúnaði. Þá bendir ABC Nyheder á að á næsta ári sleppi ESB lausri samkeppni í mjólkuriðnaði. Þá standi finnskir bændur frammi fyrir því að standa í harðri samkeppni við stórframleiðendur í þeim geira, m.a. frá Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu. Það gerist á sama tíma og lokað hafi verið á sölu finnskra kúabænda á framleiðslu sinni til Rússlands.

Vitnað er í landbúnaðar­sérfræðinginn Christian Anton Smedshaug, sem m.a. hefur verið með fyrirlestur hér á landi. Hann segir að Finnland og Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen, hafi orðið sérlega illa úti hvað varðar mjólkurvöruútflutning til Rússlands sem lokað hafi verið fyrir. Rússland hafi einmitt verið stór markaður fyrir finnska kúabændur. Því sé þörf fyrir sérstaka aðstoð frá Evrópusambandinu.

Það er þó fleira en finnska mjólkurframleiðslan sem er í vanda. Kartöflur frá finnskum bændum hafa fallið í verði um 30%, egg um 15%, svínakjöt um 9% og kindakjöt um 4%. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...