Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tollkvótum úthlutað
Mynd / Cindie Hansen
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Jafnvægisverð reyndist 520 krónur fyrir hvert kíló í nýafstöðnu tollkvótaútboði vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB á síðari sex mánuðum ársins 2024, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Athygli vakti þegar jafnvægisverðið var ein króna á kíló fyrir tollkvóta á nautakjöti vegna innflutnings á fyrri hluta ársins. Í fyrra voru verðin 690 kr./kg og 550 kr./kg. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta fyrir þau 348 tonn sem voru til úthlutunar en tilboðsmagnið var rúm 1.400 tonn. Hæsta boð var 1.001 kr./kg og lægsta tilboð 0 kr./kg. Ellefu tilboðsgjafar hlutu úthlutun.

Eftirspurn eftir tollkvótum fyrir innflutningi á alifuglakjöti var mikil en þrettán tilboð bárust og var tilboðsmagnið rúm 2.100 tonn en til úthlutunar voru 528 tonn. Reyndist jafnvægisverðið fyrir alifuglakjöt 589 kr./kg en 49 kr./kg í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Tollkvótum fyrir 115 tonnum af sérostum verður úthlutað frítt til átta fyrirtækja en 21 tilboð barst og var tilboðsmagnið tæp 1.400 tonn.

Niðurstöður úthlutunar á ESB- tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2024 verða birtar á vef matvælaráðuneytisins.

Einnig verða birtar niðurstöður um úthlutun á WTO-tollkvóta vegna innflutnings á ýmsum vörum. Þrettán tilboð bárust og var tíu tilboðum tekið. Jafnvægisverð á tollkvótum fyrir 64 tonn af svínakjöti reyndist 0 kr./kg. Tollkvótar fyrir kinda- og geitakjöt reyndust 1 kr./ kg og tollkvóti fyrir 13,5 tonn af smjöri og annarri fitu var 1 kr./kg. Jafnvægisverðið fyrir tollkvóta fyrir innflutningi á 95 tonnum af nautakjöti reyndist 500 kr./kg.

Þá verður tilkynnt um úthlutun á EFTA-tollkvótum en samkvæmt bráðabirgðaupplýsingunum mun jafnvægisverð fyrir innflutningi á 10 tonnum af nautakjöti vera ein króna fyrir kílóið.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...