Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt hjá Hellu.

Torfærukeppnin, í umsjón Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, er stærsti torfæruviðburður ársins en búist er við að um 5-6 þúsund manns mæti til að berja tryllitækin augum. Annar eins fjöldi horfir svo á í beinni útsendingu á Youtube.

„Sindratorfæran er aðalfjáröflun Flugbjörgunarsveitarinnar og hefur verið það frá árinu 1973 og er því gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. Margir félagar sveitarinnar hafa komið að keppnishaldinu í 30 til 50 ár og eru alltaf jafnspenntir fyrir þessum viðburði okkar, en um 100 sjálfboðaliðar koma að keppninni á einn eða annan hátt,“ segir Helga Þóra Steinsdóttir hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

Keppendur í torfærunni verði um þrjátíu talsins í ár. Keppt verður í sérútbúnum flokki og sérútbúnum götubílaflokki, sem eru aðeins minna breyttir bílar á dekkjum sem hafa ekki eins mikið grip og þau sem notuð eru í sérútbúna flokknum. Keppnin hefst klukkan 11.

En hver verður hápunktur keppninnar? „Það er alltaf áin og mýrin en það eru tvær síðustu brautirnar þar sem bílarnir reyna við tæplega 200 metra fleytingu og reyna svo fyrir sér í mýrinni þar sem auðvelt er að gera mistök og sitja fastur,“ segir Helga Þóra, um leið og hún hvetur fólk til að finna viðburðinn á Facebook, „Sindratorfæran 11.maí 2024“. Þar eru allar upplýsingar en aðgöngumiðar fást á vefnum www.midix.is.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...