Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar segir að Ístex hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur.
Gunnar segir að Ístex hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur.
Mynd / Jóhanna Erla Pálmadóttir
Fréttir 14. febrúar 2022

Um 30% söluaukning á lopa frá Ístex á síðasta ári

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil eftirspurn eftir lopa frá Ístex úr íslenskri ull, enda jókst prjónaáhugi landsmanna mikið í Covid. 

Gunnar Þórarinsson, stjórnar­formaður Ístex og sauðfjárbóndi á bænum Þóroddsstöðum í Hrútafirði, segir að á 30 ára starfstíma Ístex hafi aldrei verið framleitt og selt eins mikið af handprjónabandi eins og gert var á síðasta ári.

Aukningin í magni var um 150 tonn af handprjónabandi. Sú aukning náðist með ýmsum aðgerðum, m.a. lengdum vinnutíma starfsfólks, m.a. á kvöldvöktum, breytingum á framleiðslulínum og fleiru. Söluaukning á magni lopa innanlands var um 30% og tekjur af sölu handprjónabands, innanlands og utan, jukust um tæp 48% milli ára vegna meira framleiðslumagns og hærra verðs,“ segir Gunnar stoltur af starfsemi fyrirtækisins. 

Sprenging í eftirspurn

Á sama tíma og Ístex hefur náð að auka framleiðslu sína þá er eftir­spurnin eftir íslensku ullinni alltaf að aukast og aukast og sums staðar varð eiginlega sprenging í eftirspurninni.

„Við erum áfram að vinna að því að auka framleiðslugetuna með endurnýjun á tækjum og fjölgun á starfsfólki. Þó er fyrirsjáanlegt að næstu mánuði a.m.k. er eftirspurnin meiri en framleiðslugetan. Enn þá er til nóg af ull af fé í landinu, en ef fé heldur áfram að fækka og eftirspurn og framleiðslugeta eykst, þá gæti það breyst innan fárra ára,“ bætir Gunnar við.

Gunnar segir að Ístex  hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur. Mynd / Jóhanna Erla Pálmadóttir

Bændur fá of lítið

- Sauðfjárbændur hafa kvartað undan því að verð á ull hefur lítið sem ekkert hækkað á síðustu árum og því eru þeir að fá allt of lítið fyrir sína ull. Hvað segir Gunnar við því?

„Já, ástæður þess að verð hefur lítið hækkað á betri flokkunum og lækkað á lakari flokkunum stafar af því að á árinu 2019 kom afturkippur í ferðamannabransann sem gerði það að verkum að eftirspurn eftir iðnaðarbandi og teppum dróst mjög saman og síðan kom Covid sem olli því að nánast engin eftirspurn varð eftir þeim vörum, auk þess sem ullarverð á mörkuðum hrundi og í raun var á tímabili ekki hægt að losna við ull þó hún hefði verið gefin. Einnig lentu fyrirtæki sem keyptu vörurnar af Ístex í fjárhagsvandræðum sem hafði áhrif á stöðu Ístex. Þrátt fyrir þetta tókst að verja verðið á betri flokkunum og greiða smávegis fyrir flesta lakari flokkana.

Ull í vinnslu hjá Ístex í Mosfellsbæ. Mynd / HKr. 

Við verðákvörðun síðasta haust tókst þó að hækka aðeins alla ullarflokka og vonandi verður hægt að bæta við það verð áður en ullin verður greidd í vor,“ segir Gunnar. 

Að lokum má geta þess að rekstur Ístex gengur nú miklu betur en hann gerði á árunum 2019 og 2020 en þá varð því miður verulegt tap á rekstrinum. Nýju framleiðsluvörurnar sem Ístex hefur verið með í þróun undanfarin ár lofa mjög góðu og góðar líkur á að þær skili góðum tekjum og þar með möguleikum á hærra verði fyrir ullina til bænda.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...