Methækkun á ullarverði til bænda
Stjórn Ístex hefur ákveðið að hækka ullarverð til bænda að meðaltali um rúm 48 prósent fyrir alla vinnsluhæfa flokka. Um mestu ullarverðshækkun er að ræða á síðastliðnum 15 árum hið minnsta.
Stjórn Ístex hefur ákveðið að hækka ullarverð til bænda að meðaltali um rúm 48 prósent fyrir alla vinnsluhæfa flokka. Um mestu ullarverðshækkun er að ræða á síðastliðnum 15 árum hið minnsta.
Gengi Ístex hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum tveimur árum og hefur ullarvinnslufyrirtækið skilað góðum hagnaði á þessu tímabili. Mikil eftirspurn er eftir prjónabandinu frá því og annar það ekki eftirspurn – þrátt fyrir að hafa ráðist í talsverðar fjárfestingar í tækjabúnaði.
Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil eftirspurn eftir lopa frá Ístex úr íslenskri ull, enda jókst prjónaáhugi landsmanna mikið í Covid.
Það hefur skapast mjög skrýtin og snúin staða í ullarmálum vegna COVID-19. Mörg ullarvinnslufyrirtæki hafa víða um heim verið lokuð síðan í lok mars eða hafa verið að vinna á litlum afköstum. Ullarbirgðir hafa því safnast saman um allan heim og algjört verðhrun hefur orðið á ull. Norilia, sem safnar saman og vinnur norska ull, setti alla ullarflok...
Nær 40% verðfall hefur verið á ull á milli ára á heimsmarkaði sem er með því allra mesta sem þekkist á hrávöruviðskiptum samkvæmt Trading Economics. Einungis húshitunarolía hefur fallið meira í verði. Þá hefur ull í Bretlandi, sem Ístex miðar við, lækkað enn meira, eða um 50% á nokkrum mánuðum.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir að unnið hafi verið að breytingum á flokkun ullar í samráði við bændur til að auka verðmætasköpun í ullarvinnslu.