Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun
Mynd / Guðrún Lárusdóttir
Fréttir 23. desember 2019

Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mjólkursöfnun fór víða úr skorðum vegna óveðurs og ófærðar í liðinni viku. Rafmagnsleysi var líka víða um sveitir og hvatti Auðhumla framleiðendur til að hella niður mjólk þar sem kælirof hafði staðið í einhverja stund og ekki náðist að halda stöðugri kælingu þannig að ekki var hægt að treysta á gæði mjólkurinnar.
 
Garðar Eiríksson, framkvæmda­stjóri Auðhumlu, segir enn ekki komið að fullu í ljós hversu miklu magni mjólkur var hellt niður, en einnig verði að horfa til þess hversu mikil töpuð nyt verður þar sem ekki var hægt að mjólka í langan tíma. Garðar segir að innvigtun í liðinni viku hafi verið 43 þúsund lítrum minni en var í vikunni þar á undan. „Minnkunin kemur einungis fram í Húnaþingi og á Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðinu. Annars staðar er eðlileg innvigtun,“ segir hann. 
 
Langur vinnudagur
 
Kristín Halldórsdóttir, rekstrarstjóri hjá MS-Akureyri, segir að ekki hafi þurft að hella niður mjólk á starfssvæðinu vegna ófærðar, en mjólk var þó ekki sótt á miðvikudag í síðustu viku þegar veður var hvað verst. Upplýsingar um hvort mjólk hafi verið hellt niður af öðrum ástæðum liggja ekki fyrir.
 
 „Við náðum að hreinsa svæðið og koma okkur á rétt ról strax á fimmtudeginum. Það var mikið að gera þann dag og síðasti bíll var að koma í hús undir hálf tólf um kvöldið þann daginn, enda var færð víða þá mjög slæm. Það tefur líka mikið að vera margsinnis yfir daginn að keðja á og af,“ segir hún. 
 
Á miðvikudag í liðinni viku var mjólkurvörum ekki dreift í verslanir eða fyrirtæki. „Það var einfaldlega ekki hægt,“ segir Kristín.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...