Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun
Mynd / Guðrún Lárusdóttir
Fréttir 23. desember 2019

Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mjólkursöfnun fór víða úr skorðum vegna óveðurs og ófærðar í liðinni viku. Rafmagnsleysi var líka víða um sveitir og hvatti Auðhumla framleiðendur til að hella niður mjólk þar sem kælirof hafði staðið í einhverja stund og ekki náðist að halda stöðugri kælingu þannig að ekki var hægt að treysta á gæði mjólkurinnar.
 
Garðar Eiríksson, framkvæmda­stjóri Auðhumlu, segir enn ekki komið að fullu í ljós hversu miklu magni mjólkur var hellt niður, en einnig verði að horfa til þess hversu mikil töpuð nyt verður þar sem ekki var hægt að mjólka í langan tíma. Garðar segir að innvigtun í liðinni viku hafi verið 43 þúsund lítrum minni en var í vikunni þar á undan. „Minnkunin kemur einungis fram í Húnaþingi og á Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðinu. Annars staðar er eðlileg innvigtun,“ segir hann. 
 
Langur vinnudagur
 
Kristín Halldórsdóttir, rekstrarstjóri hjá MS-Akureyri, segir að ekki hafi þurft að hella niður mjólk á starfssvæðinu vegna ófærðar, en mjólk var þó ekki sótt á miðvikudag í síðustu viku þegar veður var hvað verst. Upplýsingar um hvort mjólk hafi verið hellt niður af öðrum ástæðum liggja ekki fyrir.
 
 „Við náðum að hreinsa svæðið og koma okkur á rétt ról strax á fimmtudeginum. Það var mikið að gera þann dag og síðasti bíll var að koma í hús undir hálf tólf um kvöldið þann daginn, enda var færð víða þá mjög slæm. Það tefur líka mikið að vera margsinnis yfir daginn að keðja á og af,“ segir hún. 
 
Á miðvikudag í liðinni viku var mjólkurvörum ekki dreift í verslanir eða fyrirtæki. „Það var einfaldlega ekki hægt,“ segir Kristín.
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...