Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum
Fréttir 6. mars 2019

Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álfur brugghús bruggar bjór úr íslensku kartöfluhýði og byggi. Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði sem fæst úr Þykkvabæjarkartöflum. Fjórar gerðir eru komnar á markað og sú fjórða væntanleg.

Haukur Páll Finnsson segir að auk hans standi Bára Hlín Kristjánsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen að baki hugmyndinni að Álfi brugghúsi.

„Álfur er afrakstur frumkvöðla og starfsstöðvarverkefnis sem varð til fyrir rúmu ári og er nú orðið að veruleika. Hugmyndin varð til í kringum umræður um bjór, bjórdrykkju og matarsóun og hvernig megi draga úr henni. Faðir minn, sem er eigandi Þykkvabæjar, sagði einu sinni við mig að hann vissi til þess að það væri hægt að brugga bjór úr kartöflum og að í sinni framleiðslu félli til talsvert af kartöfluhýði sem gaman væri að geta nýtt á annan hátt en að dreifa því á sanda til landgræðslu.“

Kartöfluhýði og bygg

„Eins og er nýtum við hluta þess kartöfluhýðis sem fellur til hjá Þykkvabæjar í framleiðsluna hjá okkur. Það tók okkur um ár að finna bestu aðferðina til að vinna sterkju úr hýðinu með byggi en það er gert til að fá ensím úr byggi í framleiðsluna. Meðal þeirra afbrigða að humlum sem Álfur notar eru citra, cascade og loral.

Brugghúsið er í Kópavogi og sem stendur erum við að framleiða um 500 lítra á viku og er bjórinn fáanlegur á tveimur börum í Reykjavík og sá þriðji á leiðinni inn.“

Álfur er framleiddur í nokkrum útgáfum og styrkleikum. Búálfur hvítöl er 6%, Húsálfur Pale er 5% og Blómaálfur Saison er 4,7%, auk þess sem unnið er að gerð Ljósálfs Lager sem verður 4,7%

Bara á kútum

Haukur segir að viðtökurnar séu góðar og betri en hann hefði þorað að vona. „Strax fyrstu dagana seldust fullt af kútum og mikið um hrós fyrir góðan bjór. Sem stendur er bjórinn einungis fáanlegur á kútum en við stefnum á að koma takmörkuðu magni af Álfi á flöskum í Vínbúðir.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...