Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landeigandi hefur uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu en aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 metra austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri.
Landeigandi hefur uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu en aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 metra austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri.
Fréttir 22. mars 2021

Umfangmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í landi Ytri-Varðgjár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Skipulagssvæðið er 2,6 hektarar að flatarmáli og er það í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem skógræktarsvæði og opið svæði. Samkvæmt nýrri skipulagstillögu verður það skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.

Ráðgert er að á svæðinu rísi baðstaður alls um 1200 fermetrar að stærð með vegghæð að hámarki 6,5 m. Þar að auki er gert ráð fyrir um 500 fermetra baðlaugum utandyra, aðstöðu fyrir gufubað auk bílastæðis og aðkomuvegar.

Heitt vatn leitt með lögn frá Vaðlaheiðargöngunum

Landslag ehf. hefur fyrir hönd Skógarbaða umsjón með gerð deili­skipulagsins sem nær yfir hluta jarðarinnar Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Á svæðinu hefur land­eigandi uppi áform um að byggja baðstað með tilheyrandi þjónustu en aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 metra austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Heitt vatn verður leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku.

Baðstaðurinn verður staðsettur um 100 metra sunnan bílastæðis og munu byggingar og útisvæði standa inni í skóginum og 8-10 metrum hærra en bílastæðið. Með því að hafa baðstaðinn hærra í landi verður útsýni frá honum til vesturs mjög gott og eitt helsta aðdráttarafl staðarins ásamt því að byggja hann inni í skóginum. Baðstaðurinn verður staðsettur um 25 metra frá standlínu lónsins, inni í þéttum skóginum, og því hefur hann ekki áhrif á aðgengi almennings meðfram fjörunni, um flatann ofan fjörunnar eða um núverandi stíga sem liggja um skóginn.

Lóðin um 6.000 fermetrar að stærð

Gert er ráð fyrir einni lóð innan skipulagssvæðisins og er það lóð baðhússins sem nær yfir fyrirhugaðar byggingar og mannvirki baðstaðarins. Stærð lóðarinnar nemur tæpum 6.000 fermetrum og er lóðin staðsett í skógi vaxinni hlíð og nokkru ofar í landi en aðkomusvæðið og bílastæðið.

Innan byggingarreits er gert ráð fyrir þjónustubyggingu þar sem m.a. verða búningsklefar, móttöku- og þjónustusvæði gesta, aðstaða starfsfólks og tæknirými. Þá er gert ráð fyrir að innan reitsins verði laugasvæði utanhúss ásamt byggingu fyrir gufubað. Innan byggingarreits er heimilt að reisa eina eða fleiri samtengdar byggingar á einni eða tveimur hæðum með gólfflatarmáli að hámarki 1.200 m2.

Hefur jákvæð áhrif á samfélagið

Fram kemur í greinargerð um deili­skipulag í landi Ytri-Varðgjár og er á vef Eyjafjarðarsveitar að nýr baðstaður hafi jákvæð áhrif á samfélagið, enda auki hann framboð á afþreyingu fyrir ferðamenn á Eyjafjarðarsvæðinu.Þá megi gera ráð fyrir að nokkur fjöldi starfa skapist á framkvæmdatíma og þegar starfsemi hefst á baðstaðnum. Í deiliskipulagi er sérstök áhersla lögð á að mannvirki falli sem best að landslagi og raski á skógi verði haldið í lágmarki. Þá skal eins og mögulegt er reynt að láta allar framkvæmdir falla vel að umhverfinu og þannig reynt að hafa sem minnst áhrif á náttúru svæðisins.

Ekki er talið að heildarárif uppbyggingar samkvæmt deili­skipulagi hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif. 

Skipulagssvæðið er 2,6 hektarar að flatarmáli og er það í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem skógræktarsvæði og opið svæði. Samkvæmt nýrri skipulagstillögu verður það skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.

Skylt efni: Eyjafjarðarsveit

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...