Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Fréttir 3. apríl 2018

Unnið á tæplega sjö þúsund hekturum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Landbótasjóður Landgræðsl­unnar úthlutar árlega styrkjum til bænda og annarra umráðahafa lands til verkefna er snúa að stöðvun jarðvegsrofs, endurheimt gróðurs og jarðvegs. Unnið var á tæpum sjö þúsund hekturum á síðasta ári sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa.
 
Árið 2017 bárust 90 umsóknir í sjóðinn en styrkur var veittur til 87 verkefna. Landbótasjóður var settur á fót árið 2003.
 
Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að á vegum sjóðsins hafi á síðasta ári verið úthlutað 64,4 milljónum króna í formi beinna styrkja auk 9,3 milljóna króna í formi fræs sem var afhent styrkþegum. Heildarstyrkur reyndist því vera 74,8 milljónir króna. Landgræðslan, umhverfisráðuneytið og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lögðu sjóðnum til fjármagn.
 
Ef verkefni eru umreiknuð í flatamál kemur í ljós að þau jukust verulega á árunum 2016 og 2017 samanborið við árin á undan, en framlög í sjóðinn hækkuðu á liðnu ári. Á árinu 2017 var unnið á 6.998 hekturum, sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa. Á síðasta ári dreifðu styrkþegar tæplega 1.000 heyrúllum á land sitt og gróðursettu um 32.000 trjáplöntur. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...