Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Fréttir 3. apríl 2018

Unnið á tæplega sjö þúsund hekturum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Landbótasjóður Landgræðsl­unnar úthlutar árlega styrkjum til bænda og annarra umráðahafa lands til verkefna er snúa að stöðvun jarðvegsrofs, endurheimt gróðurs og jarðvegs. Unnið var á tæpum sjö þúsund hekturum á síðasta ári sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa.
 
Árið 2017 bárust 90 umsóknir í sjóðinn en styrkur var veittur til 87 verkefna. Landbótasjóður var settur á fót árið 2003.
 
Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að á vegum sjóðsins hafi á síðasta ári verið úthlutað 64,4 milljónum króna í formi beinna styrkja auk 9,3 milljóna króna í formi fræs sem var afhent styrkþegum. Heildarstyrkur reyndist því vera 74,8 milljónir króna. Landgræðslan, umhverfisráðuneytið og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lögðu sjóðnum til fjármagn.
 
Ef verkefni eru umreiknuð í flatamál kemur í ljós að þau jukust verulega á árunum 2016 og 2017 samanborið við árin á undan, en framlög í sjóðinn hækkuðu á liðnu ári. Á árinu 2017 var unnið á 6.998 hekturum, sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa. Á síðasta ári dreifðu styrkþegar tæplega 1.000 heyrúllum á land sitt og gróðursettu um 32.000 trjáplöntur. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...