Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Fréttir 3. apríl 2018

Unnið á tæplega sjö þúsund hekturum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Landbótasjóður Landgræðsl­unnar úthlutar árlega styrkjum til bænda og annarra umráðahafa lands til verkefna er snúa að stöðvun jarðvegsrofs, endurheimt gróðurs og jarðvegs. Unnið var á tæpum sjö þúsund hekturum á síðasta ári sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa.
 
Árið 2017 bárust 90 umsóknir í sjóðinn en styrkur var veittur til 87 verkefna. Landbótasjóður var settur á fót árið 2003.
 
Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að á vegum sjóðsins hafi á síðasta ári verið úthlutað 64,4 milljónum króna í formi beinna styrkja auk 9,3 milljóna króna í formi fræs sem var afhent styrkþegum. Heildarstyrkur reyndist því vera 74,8 milljónir króna. Landgræðslan, umhverfisráðuneytið og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lögðu sjóðnum til fjármagn.
 
Ef verkefni eru umreiknuð í flatamál kemur í ljós að þau jukust verulega á árunum 2016 og 2017 samanborið við árin á undan, en framlög í sjóðinn hækkuðu á liðnu ári. Á árinu 2017 var unnið á 6.998 hekturum, sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa. Á síðasta ári dreifðu styrkþegar tæplega 1.000 heyrúllum á land sitt og gróðursettu um 32.000 trjáplöntur. 
Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...