Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Fréttir 3. apríl 2018

Unnið á tæplega sjö þúsund hekturum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Landbótasjóður Landgræðsl­unnar úthlutar árlega styrkjum til bænda og annarra umráðahafa lands til verkefna er snúa að stöðvun jarðvegsrofs, endurheimt gróðurs og jarðvegs. Unnið var á tæpum sjö þúsund hekturum á síðasta ári sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa.
 
Árið 2017 bárust 90 umsóknir í sjóðinn en styrkur var veittur til 87 verkefna. Landbótasjóður var settur á fót árið 2003.
 
Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að á vegum sjóðsins hafi á síðasta ári verið úthlutað 64,4 milljónum króna í formi beinna styrkja auk 9,3 milljóna króna í formi fræs sem var afhent styrkþegum. Heildarstyrkur reyndist því vera 74,8 milljónir króna. Landgræðslan, umhverfisráðuneytið og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lögðu sjóðnum til fjármagn.
 
Ef verkefni eru umreiknuð í flatamál kemur í ljós að þau jukust verulega á árunum 2016 og 2017 samanborið við árin á undan, en framlög í sjóðinn hækkuðu á liðnu ári. Á árinu 2017 var unnið á 6.998 hekturum, sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa. Á síðasta ári dreifðu styrkþegar tæplega 1.000 heyrúllum á land sitt og gróðursettu um 32.000 trjáplöntur. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...