Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Urriðakotshraun friðlýst
Mynd / Umhverfisstofnun
Fréttir 23. janúar 2024

Urriðakotshraun friðlýst

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra friðlýsti Urriðakotshraun sem fólkvang miðvikudaginn 10. janúar.

Er það hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um átta þúsund og eitt hundrað árum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs sé ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem búi yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu. Urriðakotshraun liggur við Heiðmerkurveg skammt frá Urriðaholti í Garðabæ.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að hraunið sé svokallað klumpahraun og jaðar þess uppbelgdur og úfinn. Í hrauninu séu sveigðir hryggir á yfirborði og úfnir hraukar við jaðrana. Nokkuð sé um hraunhella og kallist þeir Selgjárhellar og Maríuhellar.

Viðstaddir friðlýsinguna voru fulltrúar sveitarfélagsins, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Golfklúbbsins Odds sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...