Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Bændur í mjólkurframleiðslu mótmæltu í Brussel fyrir skömmu og fóru um stræti með gervikýr á hjólum.
Bændur í mjólkurframleiðslu mótmæltu í Brussel fyrir skömmu og fóru um stræti með gervikýr á hjólum.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 9. júlí 2024

Áframhaldandi mótmæli bænda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bændamótmæli halda áfram í Evrópu og er þeim beint gegn regluverki Evrópusambandsins og innanlandslöggjöf Evrópusambandsríkjanna.

Spænskir og franskir bændur óku fjölda dráttarvéla að landamærum Spánar og Frakklands fyrr í mánuðinum í mótmælaskyni. Var þetta rétt fyrir Evrópukosningarnar sem fóru fram á dögunum. Er það í fyrsta sinn sem spænskir og franskir bændur sameinast í mótmælum.

Kröfðust mótmælendur aukins matvælaöryggis í tengslum við innflutning, forgangsröðunar staðbundinnar framleiðslu og skattaívilnunar fyrir orku sem notuð er til að framleiða mat. Euronews greinir frá.

Voru mótmælin skipulögð af spænskum bændasamtökum víðs vegar um landið en einnig frönskum bændasamtökum. Ollu dráttarvélarnar öngþveiti og lokuðu um tíma landamærum Spánar og Frakklands.

„Við verðum að vernda hagsmuni okkar og tryggja að evrópsk yfirvöld heyri til okkar,“ sagði Martí Planas, talsmaður skipuleggjenda, á mótmælunum. Þó fylgdi sögunni að ekki væru allir bændur sammála kröfugerðinni og stéttarfélag katalónskra bænda taldi m.a. ekki verjandi að þrýsta á kjósendur rétt fyrir Evrópukosningarnar.

Gengu um stræti með gervikýr

Bændur í mjólkurframleiðslu mótmæltu einnig við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel skömmu fyrir mánaðamót og fóru um stræti með gervikýr á hjólum. Kröfðust þeir laga sem bönnuðu sölu mjólkurafurða á verði undir framleiðslukostnaði.

Kjartan Poulsen, forseti Evrópska mjólkurráðsins, sagði í samtali við Euronews að mótmælendur vildu fá útgáfu af spænskum lögum um sanngjarna viðskiptahætti um alla Evrópu, sem banni sölu á vörum undir kostnaðarverði á öllum stigum virðiskeðjunnar. Almennt kosti framleiðsla mjólkur meira en neytandinn greiði fyrir hana.

Í sumum löndum, svo sem á Ítalíu, er bilið á milli framleiðslukostnaðar og söluverðs jafnvel meira en meðaltalið í Evrópu, að sögn forseta ítölsku mjólkurframleiðendasamtakanna Po Valley, Robertos Cavaliere. Einu fyrirtækin í greininni sem geti lifað af það sem hann kallar ósanngjarnan og óarðbæran markað, séu þau sem noti fjölskylduna sem vinnuafl, sem lækki framleiðslukostnað af því að ekki þurfi að borga því fólki sérstaklega laun. Aðrir hætti einfaldlega búskap.

„Árið 1997 voru 110 þúsund mjólkurframleiðendur á Ítalíu, árið 2023 18 þúsund. Tæplega 90 þúsund fyrirtæki hafa lokað. Þetta eru skelfilegar tölur,“ sagði Cavaliere. 

Bændur að kikna

ESB hefur sett vaxandi kvaðir á bændur um leið og reynt er að takast á við loftslagsbreytingar með ýmsu regluverki.

Fréttastofa AP ræddi við hollenska bóndann Jos Ubels sem segist nú orðið verja heilum degi í viku hverri í skrifborðsvinnu við að svara kröfum embættismanna Evrópusambandsins og innlendra aðila sem sendi út straum reglna um hvenær bændur megi sá og uppskera og hversu mikinn og hvernig áburð þeir megi nota. Á sama tíma grafi samkeppni ódýrs innflutnings undan innlendum landbúnaðarafurðum, án þess að innfluttar vörur þurfi að uppfylla sömu kröfur.

Segir í frétt AP að vaxandi óánægju bænda gæti í flestum ef ekki öllum ríkjum ESB, allt frá Finnlandi til Grikklands.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...