Banaslys á mótmælum
Kona á fertugsaldri lést á þriðjudag í síðustu viku eftir að ökumaður ók á vegartálma við mótmæli bænda í sunnanverðu Frakklandi.
Konan stóð við stafla af stórböggum sem hafði verið komið fyrir til að stöðva umferð. Eiginmaður hennar og dóttir á táningsaldri slösuðust alvarlega.
Lögregla tók þá þrjá sem voru í bílnum til yfirheyrslu vegna gruns um manndráp af gáleysi. Frumniðurstöður rannsókna benda til að áreksturinn hafi ekki verið viljaverk. Atvikið átti sér stað í myrkri.
Franskir bændur segja regluverk íþyngjandi og berjast fyrir lægri opinberum gjöldum og betri kjörum.