Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðarbúar glíma margir við vatnsskort. Það vantar þó ekki vatnið á Íslandi, í það minnsta ekki enn þá.
Jarðarbúar glíma margir við vatnsskort. Það vantar þó ekki vatnið á Íslandi, í það minnsta ekki enn þá.
Mynd / SÁ
Utan úr heimi 28. september 2023

Fjórðungur jarðarbúa glímir við vatnsskort

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vatnsskortur hrjáir þjóðir víða um heim og þar á meðal í Evrópu. Talin er þörf á mun meiri stjórnun vatnsforða jarðar.

Þau svæði sem hafa orðið verst úti í heiminum vegna vatnsskorts eru Mið-Austurlönd og Norður-Afríka, þar sem 83% fólks verða fyrir afar miklum neikvæðum áhrifum vegna vatnsskorts. Búist er við að sú tala hækki í 100% árið 2050.

Af 25 löndum sem verða nú fyrir afar miklu álagi vegna vatnsþurrðar eru Barein og Kýpur efst á listanum og Evrópulöndin Belgía og Grikkland í 18. og 19. sæti, skv. skýrslu World Resources Institute (WRI). Katalónía á Spáni lýsti yfir neyðarástandi vegna þurrka í 24 sveitarfélögum þar sem búa um 25 þúsund manns síðla sumars og hefur fólk þar aldrei séð jafnlága vatnsstöðu. Frakkar áttu einnig í mestu vandræðum með ferskvatnsöflun.

Vatnseftirspurn aukist

Íslendingar hafa sem kunnugt er notið þeirra gæða að hafa aðgang að gnægð vatns. Þó hefur borið á vandræðum í langvarandi þurrkatíð að sumri á Norður- og Austurlandi á síðustu árum. Þar eru blágrýtissvæði þar sem mjög gamall berggrunnurinn er bæði þéttur og vatnssnauður. Endurnýjanlegar fersk- vatnsauðlindir Íslands eru taldar vera árlega um 666.667 rúmmetrar á mann. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í ýmsum Afríkuríkjum undir 1.000 rúmmetrum á mann.

Á heimsvísu er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir vatni muni aukast um 20–50% fyrir árið 2050. Hún hefur þegar meira en tvöfaldast síðan 1960. Euronews greinir frá því að yfir 20 lönd noti nú meirihluta endurnýjanlegrar vatnsveitu sinnar á hverju ári, sem geri þau mjög viðkvæm fyrir þurrkum.

Nýjar rannsóknir sýni að fjórðungur jarðarbúa glími við vatnsskort. Löndin sem eru í mestri hættu noti reglulega um 80% af endurnýjanlegri vatnsveitu sinni til að vökva uppskeru, brynna búfé, í iðnað og heimilishald á hverju ári. Jafnvel þurrkar til skamms tíma geti gert að verkum að þessar þjóðir verða uppiskroppa með vatn eða að stjórnvöld velji að skrúfa fyrir til að verja þann vatnsforða sem eftir er.

Knúið á um skilvirkari landbúnað

„Vatnsskortur af þessu tagi stofnar lífi, störfum, fæðu- og orkuöryggi fólks í hættu,“ segir í skýrslu WRI. „Vatn er nauðsynlegt til að hlúa að réttlátu samfélagi, rækta fæðu, framleiða rafmagn, viðhalda heilsu og uppfylla loftslagsmarkmið heimsins,“ segir jafnframt. Fólksfjölgun, efnahagsþróun og loftslagsbreytingar eigi eftir að gera ástandið enn verra ef vatnsbirgðum jarðar verði ekki stjórnað.

Um 60% af vökvunarlandbúnaði í heiminum stendur nú þegar frammi fyrir mjög miklu vatnsálagi, segir WRI. Það ógni verulega ræktun t.d. sykurreyrs, hveitis, hrísgrjóna og maíss. Þó séu til lausnir eins og að gera landbúnað skilvirkari, meðhöndla og endurnýta skólp, afsöltun vatns og að fjarlægja gróður sem kalli á mikla vökvun, svo sem gras. NASA varaði við því að helmingslíkur væru á því að árið í ár yrði það heitasta í sögunni og miklu hlýrra en jarðarbúar hefðu nokkru sinni séð fyrr.

Skylt efni: vatnsskortur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...