Hampur sem hænsnafóður
Nýlega var lögð fram í Bandaríkjum Norður- Ameríku beiðni um leyfi til að nota hamp í fóður fyrir hænur.
Verði beiðnin samþykkt verður hænsnahöldurum veitt leyfi til að gefa varppúddunum hampfræ og hampkökur sem unnar eru úr iðnaðarhampi.
Umsóknin er lögð fram eftir tveggja ára rannsóknir á hampfóðri fyrir varphænur.
Niðurstöður rannsóknanna eru sagðar sýna að hampurinn hefur engin skaðleg
áhrif á hænurnar né þeirra sem neyta eggjanna.
Fáist leyfi samþykkt verður það mikill akkur fyrir hampræktendur í Bandaríkjunum því markaður fyrir hænsnafóður þar er gríðarlega stór.