Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Á COP28 í desember sl. voru kynntar þrjár nýjar skýrslur um samspil landbúnaðar, matvælakerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Leitað er leiða til að landbúnaður geti orðið öflug loftslagslausn.
Á COP28 í desember sl. voru kynntar þrjár nýjar skýrslur um samspil landbúnaðar, matvælakerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Leitað er leiða til að landbúnaður geti orðið öflug loftslagslausn.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 1. febrúar 2024

Landbúnaður í ljósi loftslagsvár

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýjar skýrslur varðandi landbúnað, matvælakerfi og loftslagsaðgerðir litu dagsins ljós á COP28 í desember sl., sem og sérstök yfirlýsing um sömu viðfangsefni.

Á 28. aðildarríkjafundi og ráðstefnu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP28, sem haldin voru í Dúbaí í desember sl., voru m.a. kynntar þrjár nýjar
skýrslur sem varða landbúnað og losun gróðurhúsalofttegunda.

Fjalla þær um loftslagssnjallan landbúnað, leiðir í átt að minni losun gróðurhúsalofttegunda og mótvægisvalkostum frá búfjárræktarkerfum og um
að vinda bráðan bug á hungri án þess að rjúfa 1,5 gráða-þröskuldinn.

Segja má að á COP28 hafi í fyrsta sinn verið varpað ljósi á mikilvægi matvælakerfa og landbúnaðar í loftslagsaðgerðum.

Leiðir í átt að minni losun

Skýrslan Leiðir í átt að minni losun, alþjóðlegt mat á losun gróðurhúsalofttegunda og mótvægisvalkostum frá búfjárræktarkerfum, er unnin af Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Um er að ræða yfirgripsmikið alþjóðlegt mat á stöðunni. Notast er við svokallað GLEAM-kerfi, Global Livestock Environmental Assessment Model, og byggt á nýjustu tiltæku gögnum.

Auk mótvægismöguleika búfjárræktarkerfa skoðar GLEAM einnig óbeina losun frá starfsemi í aðfangakeðjum, t.d. fóðri, og framleiðslu- og markaðsferlum. Þ.m.t. flutning, vinnslu og pökkun á hrávörum eftir að aðkomu bóndans lýkur.

Að sögn er víðtækri ritrýni beitt á viðfangsefnin og fjallað um mögulegar leiðir til minni losunar með fjölda inngripa í dýraframleiðslukeðjuna, hvort heldur er á sviði framboðs eða eftirspurnar.

Vandi landbúnaðarins

Skýrsla FAO: Að ná heimsmarkmiði 2 án þess að rjúfa 1,5°C þröskuldinn, alþjóðlegur vegvísir, lýtur að því að snarpar loftslagsaðgerðir geti umbreytt landbúnaðarmatvælakerfum til hins betra og stuðlað að fæðuöryggi og næringu, bæði til skamms tíma og framtíðar. Heimsmarkmið 2 fjallar um að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

Árið 2022 stóðu 738,9 milljónir manna frammi fyrir hungri, 2,4 milljarða skorti þá reglulegan aðgang að fullnægjandi mat og rúmlega 3,1 milljarður hafði ekki efni á hollu mataræði. Heimsfaraldurinn bætti 120 milljónum við fjölda þeirra sem búa við langvarandi vannæringu.

Árið 2030 er áætlað að 590,3 milljónir fólks muni þjást af hungri. Jörðin stendur frammi fyrir kreppu, fer yfir öryggismörk á sex af níu viðmiðunarmörkum jarðar, að hluta vegna landbúnaðarmatvælakerfa sem skapa um 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og hindra loftslagsmarkmið, að því er segir í skýrslunni.

Landbúnaðarmatvælakerfin virðast standa frammi fyrir því vandamáli að annaðhvort efla viðleitni til að auka framleiðni, en stofna þá um leið loftslagsmarkmiðum í hættu, eða draga úr framleiðslu til að draga úr losun. Þessi staða hafi leitt til aðgerðaleysis og hvetji efasemdamenn um loftslags- aðgerðir sem haldi því fram að loftslagsaðgerðir skaði viðleitni til að takast á við hungur og vannæringu í heiminum. Landbúnaðarmatvælakerfi þurfi
að taka á fæðuöryggis- og næringarþörfum og mynda farveg fyrir fjölda mismunandi aðgerða sem samræmist markmiðum um mótvægisaðgerðir, aðlögun og viðnámsþol, með loftslagsmarkmiðin sem yfirmarkmið. Loftslagsáætlunin sjálf geti og eigi að breyta landbúnaðarmatvælakerfunum og virkja loftslagsfjármögnun til að styðja við þennan farveg.

Vegvísir FAO felur í sér umfangsmikið ferli sem spannar þrjú ár og hófst með COP28 í fyrra.

Kannaðir eru m.a. fjármögnunarmöguleikar á alþjóðlega vísu fyrir nauðsynlegar aðgerðir, hvernig samþætta megi tæknilega aðstoð inn í áætlanir og styðja við sjálfbærar fjárfestingaráætlanir.

Samstarf framleiðenda

Skýrslan Loftslagssnjall landbúnaður, helstu niðurstöður samráðs Alþjóðasamtaka bænda (WFO) og fleiri aðila, hverfist um niðurstöður alþjóðlegs samráðs framleiðenda í landbúnaði um loftslagssnjallan landbúnað.Í henni er lögð áhersla á helstu niðurstöður og stefnumótandi forgangsröðun.

Hún gefur að sögn mynd af skoðunum bænda á veraldarvísu hvað varðar að færa landbúnaðinn til loftslagsvænna horfs og birtir ýmsa tölfræði og upplýsingar.

Einnig er lýst rannsóknaáætlunum og fjármögnun raunhæfra rannsókna sem framleiðendur þurfi og geti nýtt sér á býlum sínum. Um sé að ræða upptakt að því að framleiðendur og vísindafólk taki höndum saman um að finna raunhæfar, sjálfbærar lausnir og opna möguleika landbúnaðar til að takast á við loftslagsbreytingar. Og síðast en ekki síst; efla möguleika landbúnaðarins til að verða öflug loftslagslausn, eins og það er orðað.

Yfirlýsing um landbúnað

Með sérstakri yfirlýsingu COP28 um landbúnað, matvælakerfi og loftslagsaðgerðir fylgir aðgerðaáætlun í mörgum liðum þar sem kennir margra grasa. Má þar til dæmis nefna stuðning við fólk sem starfar í landbúnaði og matvælakerfum, þ.m.t. konur og ungmenni, samþætta stjórnun vatns í landbúnaði og matvælakerfum, verndun og endurheimt lands og náttúrulegra vistkerfa, heilbrigði jarðvegs og líffræðilegan fjölbreytileika. Jafnframt að koma í veg fyrir matarsóun, miða opinberan stuðning til landbúnaðar og matvælakerfa við að efla tekjuaukandi starfsemi, framleiðni, nýtni og heilbrigði, aukna alþjóðlega samvinnu o.fl.

Til að ná þessum markmiðum, eftir atvikum hjá hverri þjóð fyrir sig, skuldbinda þjóðirnar sig til að hraða samþættingu landbúnaðar og matvælakerfa inn í loftslagsaðgerðir sínar. Skýrslurnar má finna á vefjum fao.org og wfo-oma.org/wfo.

Skylt efni: COP28

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...