Plastagnir sýkja sjófugla
Ný meinsemd sem rakin er til plastagna hefur fundist í sjófuglum og lýsir sér sem sár eða ör í meltingarvegi fuglanna.
Opin sár í meltingarveginum auka líkurnar á sýkingum og eitrun af völdum mengandi efna í fæðu fuglanna.
Plastmengun í sjó er gríðarlegt áhyggjuefni og plast nánast orðið hluti af fæðu margra tegunda sjófugla. Að sögn fuglafræðinga á Bretlandseyjum finnast plastagnir í meltingarvegi sjófugla á öllum aldri við strendur landsins.
Agnirnar berast í unga með fæðu sem foreldrarnir færa þeim og særa meltingarvef unganna og gerir þá þróttminni fyrir sýkingum.
Samkvæmt rannsóknum er greinilegt samhengi milli þess hversu mikið af plasti finnst í skít fuglanna og sára í meltingarvegi þeirra. Auk þess sem plastagnirnar valda bólgum og draga úr getu fuglanna til að melta fæðuna og taka upp næringarefni.