Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Margir hafa áhyggjur af mögulega slæmum áhrifum hins mikið notaða efnis glýfosats og reynir framkvæmdastjórn ESB nú að finna flöt á að leyfa efnið í takmarkaðan tíma til viðbótar.
Margir hafa áhyggjur af mögulega slæmum áhrifum hins mikið notaða efnis glýfosats og reynir framkvæmdastjórn ESB nú að finna flöt á að leyfa efnið í takmarkaðan tíma til viðbótar.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 29. nóvember 2023

Tekist á um leyfi til glýfosat-notkunar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Glýfosat, tilbúið þrávirkt efnasamband sem mikið er notað í varnarefni/illgresiseyði í landbúnaði og garðyrkju, er með notkunarleyfi innan Evrópusambandsins fram til 15. desember nk.

Í frétt sem birt er á vef ESB segir að nota megi efnið í illgresiseyði fram til miðs desember, með þeim fyrirvara að einstakar vörur sem innihalda glýfosat séu leyfðar af stjórnvöldum hvers ríkis að undangengnu öryggismati. Efnið er mjög öflugt og eru vaxandi áhyggjur af áhrifum þess á líffræðilegan fjölbreytileika og heilsu manna og dýra. Ísland er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ber samkvæmt honum að innleiða reglugerðir Evrópusambandsins um varnarefni fyrir plöntur. Hérlend stjórnvöld hafa í Aðgerðaáætlun um notkun varnarefna 2016-2031 sett fram markmið um að draga úr notkun plöntuverndarvara til að vera á pari við samdrátt í glýfosat-notkun innan ESB-ríkja.

Öndvert stefnu ESB um matvælakerfi

Fyrir skömmu fór fram atkvæðagreiðsla aðildarríkja ESB um endurnýjun framkvæmda- stjórnarinnar á leyfi til notkunar glýfosats innan sambandsins til 10 ára. Nokkur aðildarríkja sem sæti eiga í fastanefndinni um plöntur, dýr, matvæli og fóður (PAFF), þ.á m. Frakkland, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni eftir langar tæknilegar umræður í Brussel. Austurríki, Lúxemborg og Króatía greiddu atkvæði gegn fyrirhugaðri framlengingu. Svo fór að hvorki var aukinn meirihluti með né á móti. Frakkar vildu að framlengt leyfi yrði til skemmri tíma en tíu ára og í greinargerð með atkvæði Króatíu sagði m.a. að hafa yrði varúðarregluna til hliðsjónar og taka mark á neikvæðri afstöðu hluta almennings til glýfosats. Auk þess gæti 10 ára leyfi vegið að trúverðugleika ESB-áætlunarinnar „Farm to Fork“ (Frá býli til gaffals) sem miðar að uppbyggingu sanngjarns, heilbrigðs og vistfræðilega ásættanlegs matvælakerfis án notkunar tilbúinna efnavara til plöntuverndar. Áfrýjunarnefnd tók tillöguna til endurskoðunar og stóð til að greiða atkvæði um hana að nýju nú um miðjan nóvember. Náist ekki meirihlutaákvörðun getur framkvæmdastjórnin tekið einhliða ákvörðun um framlenginguna.

Margra ára átök um glýfosat

Í sumar kom fregn frá ESB um að heildarmat European Food Safety Authority, EFSA, á áhrifum glýfosats á heilsu manna, dýra og umhverfis, hefði ekki leitt neitt það í ljós sem ylli sérstökum áhyggjum. Ekki væri t.d. hægt að sýna fram á með fyrirliggjandi gögnum að efnið væri krabbameinsvaldandi. Þó væri um einhverjar gagnaeyður að ræða í matinu, samkvæmt fréttinni, sem framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkin hygðust taka til athugunar á næsta stigi endurnýjunar samþykktarferlisins um glýfosat- notkun innan Evrópusambandsins

Glýfosat hefur verið til umræðu innan ESB allt frá árinu 2015. Í desember í fyrra var leyfi til notkunar þess framlengt um eitt ár. Einstök lönd og umhverfissamtök hafa reynt að draga úr notkun þess og fá það bannað og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin komst að þeirri niðurstöðu að efnasambandið væri „mögulega krabbameinsvaldandi fyrir menn“.

Skylt efni: glýfosat

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...