Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vaxandi áhugi fyrir að nýta fjaðrir í fiskeldisfóður
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 15. ágúst 2019

Vaxandi áhugi fyrir að nýta fjaðrir í fiskeldisfóður

Höfundur: MÞÞ
Áætlað er að yfir 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðaðar hér á landi árlega. Nauðsynlegt þykir að koma á nýtingu á þessu hliðarhráefni með tilliti til umhverfissjónarmiða. Tilraunir með að gera próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum sem nýtt væri í fiskeldi lofa góðu.
 
Fjaðrir eru urðaðar í dag
 
Alifuglaræktin á Íslandi er þónokkuð umfangsmikil. Kjúklingafjöðrum er m.a. fargað með því að nýta þær í landfyllingu, þær eru urðaðar eða brenndar, en þessar aðferðir hafa neikvæð áhrif, mikinn rekstrarkostnað og orkunotkun sem hefur óæskileg áhrif á náttúruauðlindir, auk þeirra umhverfisþátta sem almenningur verður sífellt meðvitaðri um.  Aðferðir hafa verið þróaðar til að meðhöndla fjaðrir í því skyni að vernda umhverfi og nýta kosti þeirra, en þær hafa mikið prótein- og amínósýruinnihald.
Raunhæfur möguleiki
 
Samstarfsverkefni sem Matís og Reykjagarður stóðu að og miðaði að aukinni verðmætasköpun með því að nýta kjúklingafjaðrir í próteinríkt mjöl, sem hægt væri að nýta í fiskeldisfóður, er nú lokið. Fyrir liggur skýrsla sem ber heitið Próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum í fiskeldisfóður. Fram kemur í þeirri skýrslu að í Norður- og Suður-Ameríku hafi fjaðurmjöl verið notað í laxeldi árum saman og hafi notkun farið vaxandi hin síðari ár. Vaxandi áhugi er fyrir notkun þess í Evrópu, en fleiri rannsóknir og einnig framleiðsla á tækjabúnaði til að framleiða mjölið ýta undir þann áhuga. Þykir nú raunhæfur möguleiki á að það sé hagkvæmt að framleiða mjöl úr kjúklingafjöðrum til nota í fiskeldi.  Bent er á að nýlega hafi fyrirtæki sem sérhæfa sig í tæknilausnum fyrir matvælaframleiðendur í Evrópu séð hag sinn í að bjóða viðskiptavinum upp á lausnir til framleiðslu á fjaður­mjöli.
 
Fjaðurmjöl hefur um 80% próteininnihald og amínósýrusamsetningin er lík amínósýrusamsetningu fiskimjöls en þó þarf að bæta mjölið lítillega með tilliti til ákveðinna amínósýra. 
 
Hægt að nota sem fóður fyrir fleiri dýr
 
Fjaðurmjöl er hægt að nota í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fiska.  Rannsóknir benda til að hægt sé að skipta allt að 30% af fiskimjöli út fyrir fjaðurmjöl þegar kemur að fiskeldi án þess að það hafi neikvæð áhrif á vöxt eldisfisks. 
 
Vannýtt hliðarafurð sem getur skapað verðmæti
 
Bent er á í skýrslunni að ekki þurfi að greiða fyrir innflutning á hráefni, það sé ódýrt og ekki þurfi að veiða eða rækta frumhráefnið, heldur er þar um að ræða vannýtta hliðarafurð í vinnslu á kjúklingi. Uppgangur sé í fiskeldi hér á landi og iðnaðurinn hafi þörf fyrir próteinríkt fóður, auk þess sem nýting á kjúklingafjöðrum í eldisfóður hafi jákvæð umhverfisleg áhrif þar sem hráefnið hefur fram til þessa verið urðað með tilheyrandi sótsporum og kostnaði.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...