Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vaxandi áhugi fyrir að nýta fjaðrir í fiskeldisfóður
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 15. ágúst 2019

Vaxandi áhugi fyrir að nýta fjaðrir í fiskeldisfóður

Höfundur: MÞÞ
Áætlað er að yfir 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðaðar hér á landi árlega. Nauðsynlegt þykir að koma á nýtingu á þessu hliðarhráefni með tilliti til umhverfissjónarmiða. Tilraunir með að gera próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum sem nýtt væri í fiskeldi lofa góðu.
 
Fjaðrir eru urðaðar í dag
 
Alifuglaræktin á Íslandi er þónokkuð umfangsmikil. Kjúklingafjöðrum er m.a. fargað með því að nýta þær í landfyllingu, þær eru urðaðar eða brenndar, en þessar aðferðir hafa neikvæð áhrif, mikinn rekstrarkostnað og orkunotkun sem hefur óæskileg áhrif á náttúruauðlindir, auk þeirra umhverfisþátta sem almenningur verður sífellt meðvitaðri um.  Aðferðir hafa verið þróaðar til að meðhöndla fjaðrir í því skyni að vernda umhverfi og nýta kosti þeirra, en þær hafa mikið prótein- og amínósýruinnihald.
Raunhæfur möguleiki
 
Samstarfsverkefni sem Matís og Reykjagarður stóðu að og miðaði að aukinni verðmætasköpun með því að nýta kjúklingafjaðrir í próteinríkt mjöl, sem hægt væri að nýta í fiskeldisfóður, er nú lokið. Fyrir liggur skýrsla sem ber heitið Próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum í fiskeldisfóður. Fram kemur í þeirri skýrslu að í Norður- og Suður-Ameríku hafi fjaðurmjöl verið notað í laxeldi árum saman og hafi notkun farið vaxandi hin síðari ár. Vaxandi áhugi er fyrir notkun þess í Evrópu, en fleiri rannsóknir og einnig framleiðsla á tækjabúnaði til að framleiða mjölið ýta undir þann áhuga. Þykir nú raunhæfur möguleiki á að það sé hagkvæmt að framleiða mjöl úr kjúklingafjöðrum til nota í fiskeldi.  Bent er á að nýlega hafi fyrirtæki sem sérhæfa sig í tæknilausnum fyrir matvælaframleiðendur í Evrópu séð hag sinn í að bjóða viðskiptavinum upp á lausnir til framleiðslu á fjaður­mjöli.
 
Fjaðurmjöl hefur um 80% próteininnihald og amínósýrusamsetningin er lík amínósýrusamsetningu fiskimjöls en þó þarf að bæta mjölið lítillega með tilliti til ákveðinna amínósýra. 
 
Hægt að nota sem fóður fyrir fleiri dýr
 
Fjaðurmjöl er hægt að nota í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fiska.  Rannsóknir benda til að hægt sé að skipta allt að 30% af fiskimjöli út fyrir fjaðurmjöl þegar kemur að fiskeldi án þess að það hafi neikvæð áhrif á vöxt eldisfisks. 
 
Vannýtt hliðarafurð sem getur skapað verðmæti
 
Bent er á í skýrslunni að ekki þurfi að greiða fyrir innflutning á hráefni, það sé ódýrt og ekki þurfi að veiða eða rækta frumhráefnið, heldur er þar um að ræða vannýtta hliðarafurð í vinnslu á kjúklingi. Uppgangur sé í fiskeldi hér á landi og iðnaðurinn hafi þörf fyrir próteinríkt fóður, auk þess sem nýting á kjúklingafjöðrum í eldisfóður hafi jákvæð umhverfisleg áhrif þar sem hráefnið hefur fram til þessa verið urðað með tilheyrandi sótsporum og kostnaði.
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...