Verð fyrir sumarslátrun hjá Sláturhúsi KVH
Sláturhús KVH á Hvammstanga hefur gefið út verð fyrir sumarslátrun. Magnús Freyr Jónsson forstöðumaður segir að verðið í ár sé það sama og á síðasta ári. „Verðið gildir bara í sumar og svo verður gefið út annað verð fyrir haustslátrun sem hefst 12. september en það er ekki búið að ákveða það verð ennþá."
Sé borið er saman verð hjá KS/SKVH í sömu vikum í fyrra er niðurstaðan sú að vika 34 (21. til 27. ágúst) er með óbreyttu verði 733 krónur. Meðalverð viku 35 (28. ágúst til 3. september) lækkar úr 703 kr. í 691 krónur eða um 1,7% . Meðalverð viku 36 (4. til 10. september) lækkar úr 657 í 645 eða um 1,8%.
Verðskrá fyrir sumarslátrun 2016. birt 2. ágúst.