Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna
Fréttir 9. júlí 2018

Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verðlag einkaneyslu heimila í 37 Evrópuríkjum sem Eurostat hefur tekið til skoðunar var hæst á Íslandi árið 2017. Það var 66% yfir meðaltali ESB28.

Í fjórum af sex undirliðum var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarnar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki.

Verðlag á mat og drykk var hæst í Sviss, þar á eftir kom Noregur og Ísland var í þriðja sæti. Verðlag á farartækjum var hæst í Danmörku, þar á eftir komu Noregur og Ísland.

Ísland sjötta mesta neyslusamfélagið

Þá kemur fram í úttekt Eurostat að neysla er mjög breytileg milli þjóða í Evrópu. Þar eru íslenskir neytendur með 17% meiri neyslu en að meðaltali í 28 ESB-ríkjum. Langmesta neyslan er í Noregi, eða 32% yfir meðaltali ESB-ríkja. Þá kemur Lúxemborg, eða 30% yfir meðaltali. Sviss er með 26% yfir meðaltali, síðan kemur Þýskaland með 22%, þá Austurríki með 18% yfir meðaltali. Ísland er svo með sjöttu mestu neyslu á mann af 37 Evrópuríkjum, eða eins og fyrr segir 17% yfir meðaltali.

Þrjár þjóðir undir helmingsneyslu af meðaltali ESB

Þrjár þjóðir eru með minna en helming af meðaltalsneyslu ESB-þjóða. Langminnst er neyslan á íbúa í Albaníu, eða aðeins 37% af meðaltali Evrópusambandsríkja. Hún er litlu meiri í Makedóníu, eða 41% og 46% af meðaltalinu í Serbíu. Í þessum þrem ríkjum er verg landsframleiðsla líka langminnst, eða frá 29 til 37% af meðaltali ESB-ríkjanna.

Skylt efni: verðlag

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...