Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna
Fréttir 9. júlí 2018

Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verðlag einkaneyslu heimila í 37 Evrópuríkjum sem Eurostat hefur tekið til skoðunar var hæst á Íslandi árið 2017. Það var 66% yfir meðaltali ESB28.

Í fjórum af sex undirliðum var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarnar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki.

Verðlag á mat og drykk var hæst í Sviss, þar á eftir kom Noregur og Ísland var í þriðja sæti. Verðlag á farartækjum var hæst í Danmörku, þar á eftir komu Noregur og Ísland.

Ísland sjötta mesta neyslusamfélagið

Þá kemur fram í úttekt Eurostat að neysla er mjög breytileg milli þjóða í Evrópu. Þar eru íslenskir neytendur með 17% meiri neyslu en að meðaltali í 28 ESB-ríkjum. Langmesta neyslan er í Noregi, eða 32% yfir meðaltali ESB-ríkja. Þá kemur Lúxemborg, eða 30% yfir meðaltali. Sviss er með 26% yfir meðaltali, síðan kemur Þýskaland með 22%, þá Austurríki með 18% yfir meðaltali. Ísland er svo með sjöttu mestu neyslu á mann af 37 Evrópuríkjum, eða eins og fyrr segir 17% yfir meðaltali.

Þrjár þjóðir undir helmingsneyslu af meðaltali ESB

Þrjár þjóðir eru með minna en helming af meðaltalsneyslu ESB-þjóða. Langminnst er neyslan á íbúa í Albaníu, eða aðeins 37% af meðaltali Evrópusambandsríkja. Hún er litlu meiri í Makedóníu, eða 41% og 46% af meðaltalinu í Serbíu. Í þessum þrem ríkjum er verg landsframleiðsla líka langminnst, eða frá 29 til 37% af meðaltali ESB-ríkjanna.

Skylt efni: verðlag

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...