Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem fyrirtækin hafa í boði 2023. Meðalhækkun á áburði hjá Skeljungi er 3,3% en 1,8% hjá Fóðurblöndunni, mest munar um hækkun á köfnunarefni hjá báðum fyrirtækjum.

Lúðvík Bergmann sölustjóri segir að meðalhækkunin á áburði milli ára sé 3,3% en að köfnunarefnisáburður hækki mest, eða um 6,4%.

Dæmi um verð á þremur algengum tegundum hjá Skeljungi eru Sprettur N27, sem núna kostar 127.600 krónur tonnið en var 119.900 krónur á síðasta ári, Sprettur 25-5, sem kostar í ár 129.900 krónur sem er sama verð og á síðasta ári og Verð á Spretti 20-10-10+Selen sem er í ár 141.900 krónur en var á síðasta ári 135.900 krónur tonnið.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við að greitt sé fyrir 15. maí og þá með 3% afslætti.

Að sögn Úlfars Blandon, sölu- og markaðsstjóra hjá Fóðurblöndunni, er meðalhækkun á áburði milli ára 1,8%, mest er hækkun á
köfnunarefni.

Verð á Magna I N27 Ca er 128.400 en var 119.502 fyrir tonn og nemur hækkunin 7,4%, verð á Græði 9 27-6-6 + SE er 137.200 en var 132.918, hækkun um 3,2%, og verð á Fjölmóði 4 24-9 Ca + Se er 136.800 en var 133.511 og nemur hækkunin 2,5%.

Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við greiðslu 15. apríl og þá með 3% afslætti.

Skylt efni: áburður | áburðarverð

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...